Ólöf kveður Kviku og heilsar Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 08:20 Ólöf Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Kvika Ólöf Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku.
Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira