Allt á floti á Selfossi Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Innlent 27. júlí 2022 11:49
Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð. Veður 27. júlí 2022 10:42
Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gular viðvaranir eru enn í gildi vegna úrkomu sunnantil á landinu og hvassviðris á Miðhálendinu og verða fram á kvöld hið minnsta. Veður 27. júlí 2022 06:59
Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. Veður 26. júlí 2022 10:41
Vara við akstursleiðum á Suðurlandi vegna úrhellis Frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagskvölds er útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki. Veður 26. júlí 2022 08:44
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. Veður 25. júlí 2022 16:34
Ágætis ferðaveður um helgina Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna. Veður 23. júlí 2022 11:28
Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Innlent 22. júlí 2022 20:07
Ágætlega viðrar til ferðalaga um helgina Hæglætisveður verður á landinu um helgina. Hægir vindar verða um helgina, skýjað með köflum en víða skúrir síðdegis í dag, einkum inn til landsins. Veður 22. júlí 2022 08:43
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20. júlí 2022 08:17
Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. Erlent 19. júlí 2022 22:45
Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. Innlent 19. júlí 2022 21:01
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. Erlent 19. júlí 2022 11:31
Enn einn molludagur í Evrópu Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn. Erlent 19. júlí 2022 06:43
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. Sport 18. júlí 2022 13:32
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. Erlent 18. júlí 2022 07:59
Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. Erlent 17. júlí 2022 14:02
Varað við ofsahita á EM Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita. Fótbolti 17. júlí 2022 12:31
Veðrið best á Suðausturlandi í dag Veðurstofan spáir norðlægri átt og rigningu á köflum á Norðurlandi en segir úrkomulítið fyrir sunnan og vestlægari átt. Í kvöld á að draga úr úrkomu og hiti á landinu verði í dag á bilinu sjö til sautján gráður, þar af hlýjast á Suðausturlandi. Veður 17. júlí 2022 09:56
Skýjað í dag og skúrir um allt land Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu. Veður 16. júlí 2022 09:00
Rauð hitaviðvörun gefin út í fyrsta sinn vegna allt að 40 stiga hita Breska veðurstofan hefur gefið út rauða hitaviðvörun fyrir Lundúnir og nærliggjandi svæði vegna ofsahita í næstu viku sem gæti mögulega ógnað lífi. Spár gera ráð fyrir að hitinn fari í allt að 40 stig. Erlent 15. júlí 2022 10:41
Veðrið gæti orðið ferðafólki til vandræða Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið. Veður 14. júlí 2022 07:34
Skeiðarárjökull hopaði mest Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn. Innlent 14. júlí 2022 07:19
Gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði Skammt suðaustur af Hornafirði er allkröpp lægð á norðurleið. Í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að sökum hennar sé nú norðanáttin ríkjandi á landinu. Innlent 12. júlí 2022 07:30
Lægð yfir landinu þessa vikuna Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Innlent 11. júlí 2022 11:18
Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Fótbolti 10. júlí 2022 11:22
Hiti á bilinu sjö til átján stig en lítið sést til sólar Lítið um sól á næstu dögum samkvæmt Veðurstofunni en hiti á bilinu 7 til 18 stig í vikunni. Innlent 10. júlí 2022 07:59
Hvasst við suðvesturströndina og hlýjast norðaustanlands Veðurstofa Íslands spáir suðaustanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu, en hvassast verður við suðvesturströndina. Veður 9. júlí 2022 09:01
Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Innlent 8. júlí 2022 12:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent