Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2023 16:07 Bíllinn var rækilega fastur og í raun frosinn niður, að sögn Pálmars formanns björgunarsveitarinnar Stjörnunnar. Landsbjörg Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18
Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42