Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 07:35 Maður í Kanada stendur undir vatnsúða til að kæla sig í hitanum. AP/Canadian Press/Christinne Muschi Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. „September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
„September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira