Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:17 Gular viðvaranir og appelsínugular verða í gildi á landinu öllu á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira