Koma verði í ljós hvort holræsakerfi ráði við morgundaginn Koma verður í ljós hvort holræsakerfi borgarinnar ráði við asahlákuna sem spáð er á morgun. Þetta segir skrifstofustjóri hjá borginni sem hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum í kvöld en sitja inni og spila lúdó á morgun. Innlent 19. janúar 2023 21:00
Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Innlent 19. janúar 2023 20:38
Almannavarnir og Veðurstofan taka stöðuna í fyrramálið Búist er við asahláku, flughálku og gulum viðvörunum víða um land á morgun og fram á laugardag. Upplýsingar liggja nú fyrir um mögulegar veglokanir hjá Vegagerðinni. Þá eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu. Veður 19. janúar 2023 19:55
Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. Innlent 19. janúar 2023 18:29
Bændur beðnir að huga að gripum sínum vegna flóðahættu Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu. Innlent 19. janúar 2023 17:33
Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. Innlent 19. janúar 2023 13:46
Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Innlent 19. janúar 2023 11:27
Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. Innlent 19. janúar 2023 11:15
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. Innlent 19. janúar 2023 07:31
Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. Veður 19. janúar 2023 07:09
Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. Veður 18. janúar 2023 17:46
Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Innlent 18. janúar 2023 15:05
Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. Innlent 18. janúar 2023 14:33
Kastar fram hugmynd um mjúklokun sem stoppi vanbúna bíla „Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd. Innlent 18. janúar 2023 11:32
Bjart og kalt á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur bæði í dag og á morgun. Bjart og kalt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar. Veður 18. janúar 2023 07:10
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. Innlent 17. janúar 2023 21:30
Norðlæg átt og frost að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, allhvassri eða hvassri um landið austanvert en annars hægari. Veður 17. janúar 2023 07:08
Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. Innlent 16. janúar 2023 23:11
Ausandi rigningu spáð næsta föstudag Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líklega frysti aftur á laugardagskvöld þannig að við búið er að svell verði á landinu á sunnudaginn. Innlent 16. janúar 2023 10:30
Norðlæg átt og éljagangur norðan- og austantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum við fjöll suðaustantil á landinu. Veður 16. janúar 2023 07:19
„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. Innlent 15. janúar 2023 20:35
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. Innlent 15. janúar 2023 17:12
Mikið frost og léttskýjað Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig. Veður 15. janúar 2023 07:49
Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. Innlent 14. janúar 2023 20:03
Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. Veður 14. janúar 2023 07:46
Víða lítilsháttar él og frost að sextán stigum Veðurstofan spáir norðaustan og austan fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu. Veður 13. janúar 2023 07:12
Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Innlent 12. janúar 2023 18:37
Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. Innlent 12. janúar 2023 17:18
Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Veður 12. janúar 2023 07:09
Norðaustanátt og kólnandi veður næstu daga Veðurstofan spáir norðaustanátt næstu daga með éljum fyrir norðan en bjart með köflum sunnanlands. Veður 11. janúar 2023 07:11