Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:48 Appelsínugular veðurviðvaranir gilda fyrir austurhelming landsins. Ljósmynd þessi var tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34