Veður

Veður


Fréttamynd

Hollenskir túr­istar gapandi hissa á snjó­komu í júlí

Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín.

Veður
Fréttamynd

Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina

Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn.

Innlent
Fréttamynd

Sólin færir sig suður

Í dag og næstu daga verður viðsnúningur í veðrinu frá því sem verið hefur. Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- og Suðvesturlandi og einnig hlýjast á meðan blautt verður á köflum, lágskýjað og svalara í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Bjart framan af en von á kröftugum skúrum

Lægðin sem legið hefur yfir landinu að undanförnu er nú að þokast til suðausturs. hún dregur norðlæga átt eftir sér inn á landið. Það mun gefa vætu á köflum fyrir norðan og austan og fremur svalt veður. Sunnan heiða verður bjart fyrripart dags en svo má búast við nokkuð kröftugum skúrum sem enst geta fram á kvöld. 

Veður
Fréttamynd

Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu

Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skúra­veður sunnan- og vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt á landinu í dag þar sem víðast hvar verður vindur á bilinu þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Rigningin færist til austurs

Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt.

Innlent
Fréttamynd

Áfram misskipting á 17. júní

Veðrið á þjóðhátíðardaginn verður áþekkt því sem hefur verið síðustu vikur, meginstefið er misskipting sólskins og hita á landinu

Veður
Fréttamynd

Hiti að 24 stigum og hlýjast norðan- og austan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, og skýjuðu með köflum. Það verður lengst af þurrt um landið vestanvert en bjart að mestu austantil en stöku skúrir þar eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Mikið betra en á Tene

Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi.

Lífið
Fréttamynd

Hita­tölur jafn­vel ívið hærri en í gær

Vindur verður suðaustlægur á suðvestanverðu landinu í dag. Það Það þykknar upp og sums staðar verður einhver úrkomuvottur, en áfram verður léttskýjað að mestu norðan- og austantil.

Veður
Fréttamynd

Hita­tölur vestan­til gætu skriðið yfir fimm­tán stig

Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn.

Veður
Fréttamynd

Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri

Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni.

Innlent