Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2025 11:33 Svona gæti orðið umhorfs á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar snarhlýnar og rignir ofan í snjóinn sem safnast hefur upp síðustu vikur. Vísir/vilhelm Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann. Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann.
Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira