Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 21:09 „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal,“ segir Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur. Getty/Vísir Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“ Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“
Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30