Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 13:58 Aurskriða sem féll í Búðardal í febrúar 2023. Auknar líkur eru á grjótskriðum næstu daga þegar frost fer úr jörðu, snjóa leysir og það rignir mikið. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Sjá meira
Þetta kemur fram á bloggsíðu Veðurstofunnar um ofanflóð. Þar segir að fram á fimmtudag sé spáð suðlægum áttum með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum, en mögulega snjókomu í allra hæstu fjöllum og á jöklum landsins. „Búast má við að úrkoman verði hvað mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Þá fylgir úrkomunni hlýtt loft og er hiti yfir frostmarki í nær öllum landshlutum. Því má gera ráð fyrir að frost fari úr jörðu. Snjó hefur tekið upp víðast hvar á landinu en enn er snjór til fjalla og í giljum,“ segir í færslunni. Þótt ekki sé búist við óvenju ákafri rigningu eða miklum hlýindum geti langvarandi væg hláka aukið líkur á skriðuföllum. „Jarðvegurinn getur þolað mikið vatnsmagn, en þegar rignir, frost fer úr jörðu og snjóa leysir safnast sífellt meira vatn fyrir og jarðvegurinn getur orðið óstöðugur. Þá þarf úrkomumagn ekki að vera umtalsvert til að skriður geti fallið, segir einnig. Uppsöfnuð úrkoma og afrennsli Uppsöfnuð úrkoma eigi að ná háum gildum á næstu þremur dögum og því varar Veðurstofan við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á þeim svæðum þar sem úrkoman er mest. Slíkar veðuraðstæður geti valdið krapaflóðum þar sem snjór er enn í giljum og farvegum. Búist er við töluverðri uppsafnaðri úrkomu næstu daga.Veðurstofan Úrkoman og hlýindin valdi auknu afrennsli, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, eins og sjá má á myndinni að neðan. „Margar ár eru háar eftir vatnavexti helgarinnar og búast má við enn frekari vatnavöxtum í ám og lækjum næstu daga,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá uppsafnað afrennsli sem verður mest á suðurlandi, vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum.Veðurstofan
Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Sjá meira