Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:19 Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Vísir/RAX Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða skúrir víða um land, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til níu stig. Kalt loft kemur um tíma á Vestfirðir nú í morgunsárið með norðaustanátt, snjókomu og líkum á erfiðum aksturskilyrðum, en hlýnar aftur fyrir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi á norðvestanverðu landinu eftir hádegi í dag þar sem von er á stormi í vindstrengjum. Viðvörunin tekur gildi á Breiðafjarðarsvæðinu klukkan 13 í dag og verður í gildi til miðnættis. Þar má reikna með að vindur geti náð 35 metrum á sekúndu í hviðum. Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Þar má sömuleiðis reikna með að vindstyrkur geti náð 35 metrum á sekúndu við fjöll og að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan „Á morgun fer lægð þvert yfir landið. Á vestanverðu landinu verður vestlæg átt 5-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nálægt frostmarki, en á Suðausturlandi verður sunnan 8-15, rigning og hiti 3 til 6 stig. Þurrt að mestu norðaustantil. Síðdegis fer lægðin til norðurs frá landi, snýst þá í norðvestlæga átt, kólnar og styttir smám saman upp, dálítil él fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Aðfaranótt föstudags fer önnur lægð til norðurs, skammt austur af landinu. Útlit er fyrir norðanátt og að það fari að snjóa á austanverðu landinu, en annars stöku él. Á föstudag fjarlægast lægðin og þá verður breytileg átt 5-10 m/s og bjart með köflum, en dálítil él austanlands framan af degi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. En þá er stutt í næstu lægð úr suðri, með vaxandi austanátt og snjókomu syðst á landinu seint um kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða skúrir víða um land, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til níu stig. Kalt loft kemur um tíma á Vestfirðir nú í morgunsárið með norðaustanátt, snjókomu og líkum á erfiðum aksturskilyrðum, en hlýnar aftur fyrir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi á norðvestanverðu landinu eftir hádegi í dag þar sem von er á stormi í vindstrengjum. Viðvörunin tekur gildi á Breiðafjarðarsvæðinu klukkan 13 í dag og verður í gildi til miðnættis. Þar má reikna með að vindur geti náð 35 metrum á sekúndu í hviðum. Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 15 og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 16 og verða þær í gildi fram á nótt. Þar má sömuleiðis reikna með að vindstyrkur geti náð 35 metrum á sekúndu við fjöll og að varasamar aðstæður geti skapast fyrir ökutæki. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan „Á morgun fer lægð þvert yfir landið. Á vestanverðu landinu verður vestlæg átt 5-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nálægt frostmarki, en á Suðausturlandi verður sunnan 8-15, rigning og hiti 3 til 6 stig. Þurrt að mestu norðaustantil. Síðdegis fer lægðin til norðurs frá landi, snýst þá í norðvestlæga átt, kólnar og styttir smám saman upp, dálítil él fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Aðfaranótt föstudags fer önnur lægð til norðurs, skammt austur af landinu. Útlit er fyrir norðanátt og að það fari að snjóa á austanverðu landinu, en annars stöku él. Á föstudag fjarlægast lægðin og þá verður breytileg átt 5-10 m/s og bjart með köflum, en dálítil él austanlands framan af degi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil. En þá er stutt í næstu lægð úr suðri, með vaxandi austanátt og snjókomu syðst á landinu seint um kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03 Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Sjá meira
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14. janúar 2025 23:03
Holtavörðuheiði lokað í nótt Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga sem var á veginum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á leiðinni, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. 15. janúar 2025 06:38