Veður

Veður


Fréttamynd

Fimm­tán alhvítir dagar og sól­skin undir meðal­lagi

Hiti var undir meðallagi í janúar um land allt. Þessi fyrsti mánuður ársins var tiltölulega kaldur og einkenndu hann miklar umhleypingar undir lokin. Samgöngur riðluðust og eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Það kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari í janúar.

Veður
Fréttamynd

Vindur og él nái há­marki fyrri part kvölds

Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku.

Veður
Fréttamynd

Gott að hreinsa vel frá niður­föllum í kvöld

Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins.

Veður
Fréttamynd

Varað við asa­hláku, hálku og miklum leysingum

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku.

Veður
Fréttamynd

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Flestum flug­ferðum frestað og enginn á vellinum

Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi.

Innlent
Fréttamynd

Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Varar við að bílar muni sitja fastir

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast.

Innlent
Fréttamynd

Gengur í hvass­viðri eða storm sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum.

Veður
Fréttamynd

Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun

Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Engin verðmætabjörgun í Grinda­vík á morgun

Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir.

Innlent
Fréttamynd

Vara við að­stæðum í Reynisfjöru næstu daga

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð.

Innlent
Fréttamynd

Vonskuveður gæti komið í veg fyrir verðmætabjörgun á morgun

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel það sem af er degi, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Stefnt er að því að um 400 íbúar geti vitjað heimila sinna og eigna í dag, en hugsanlega þarf að gera breytingar á áætlun morgundagsins þar sem veðurspá er afar slæm.

Innlent
Fréttamynd

Svöl suð­vestan­átt í dag en stormur á morgun

Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og beinir hún til okkar svalri suðvestlægri átt þar sem víða má gera ráð fyrir tíu til átján metrum á sekúndu. Spáð er dimmum éljum og að hvassast verði í éljahryðjum.

Veður