Úrhellisrigning á Vesturlandi Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2025 07:11 Hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverðri úrkomu norðvestanlands. Spáð sé ansi vætusömu veðri þar. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að síðan á hádegi í gær hafi til dæmis mælst 140 mm úrkoma í Grundarfirði og 55 mm í Ólafsvík. Vegna úrhellisrigningar hefur gula viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð fram á kvöld. Á Norðausturlandi er hins vegar spáð þurrviðri. Hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig. Dregur úr vindi í kvöld og frystir á Vestfjörðum. „Á morgun verður austlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld öðru hverju í flestum landshlutum, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti 2 til 6 stig. Fer að hvessa um kvöldið. Á miðvikudag verður austan og suðaustan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil. Lítilsháttar væta um landið sunnan- og austanvert landið, en léttir til fyrir norðan og vestan. Hiti 2 til 6 stig, en víða nálægt frostmarki norðaustanlands og á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Austlæg átt 3-10 m/s, lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Austan- og suðaustan 10-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en úrkomumeira suðaustantil. Hægara og lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost norðantil. Á fimmtudag: Austlæg átt 10-18 og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Ákveðin austlæg átt. Rigning með köflum sunnanlands, slydda eða snjókoma fyrir austan, en úrkomulítið norðantil. Hiti um eða undir frostmarki, en allt að 5 stigum sunnan- og vestanlands. Á laugardag: Austanátt og dálítil rigning eða slydda á sunnan- og austanverðu landinu, en þurrt að kalla norðanlands. Léttir til á Vesturlandi seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt. Dálítil væta sunnan- og austantil, annars skýjað með köflum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust sunnanlands. Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að síðan á hádegi í gær hafi til dæmis mælst 140 mm úrkoma í Grundarfirði og 55 mm í Ólafsvík. Vegna úrhellisrigningar hefur gula viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð fram á kvöld. Á Norðausturlandi er hins vegar spáð þurrviðri. Hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig. Dregur úr vindi í kvöld og frystir á Vestfjörðum. „Á morgun verður austlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld öðru hverju í flestum landshlutum, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti 2 til 6 stig. Fer að hvessa um kvöldið. Á miðvikudag verður austan og suðaustan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil. Lítilsháttar væta um landið sunnan- og austanvert landið, en léttir til fyrir norðan og vestan. Hiti 2 til 6 stig, en víða nálægt frostmarki norðaustanlands og á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Austlæg átt 3-10 m/s, lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Austan- og suðaustan 10-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en úrkomumeira suðaustantil. Hægara og lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost norðantil. Á fimmtudag: Austlæg átt 10-18 og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Ákveðin austlæg átt. Rigning með köflum sunnanlands, slydda eða snjókoma fyrir austan, en úrkomulítið norðantil. Hiti um eða undir frostmarki, en allt að 5 stigum sunnan- og vestanlands. Á laugardag: Austanátt og dálítil rigning eða slydda á sunnan- og austanverðu landinu, en þurrt að kalla norðanlands. Léttir til á Vesturlandi seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt. Dálítil væta sunnan- og austantil, annars skýjað með köflum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust sunnanlands.
Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Sjá meira