Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 10:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir Vegagerðina vel ráða við það að manna verði fjárfestingar tvöfaldaðar. Það þyrfti meiri aðdraganda væri fjárfestingin meiri en það. Bylgjan Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur. Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur.
Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira