Sprungin dekk og ónýtar felgur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:59 Nokkrar af holunum sem myndast hafa á vegum í umhleypingum nú um helgina. Vegagerðin hefur staðið í ströngu við viðgerðir. Vegagerðin Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn. Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn.
Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39