Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttamynd

Ljúffengur sumarréttur með burrata osti

Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið sumarlega útfærslu af burrata osti með hindberjum á pestóbeði. Rétturinn er fullkominn sem meðlæti í grillveisluna eða léttur forréttur á fallegu sumarkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Sumarlegur fiskréttur á pönnu

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengan og sumarlegan fiskrétt á dögunum. Rétturinn er einfaldur og kjörinn í matarboðið á björtu sumarkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­lætis kjúklingasalat Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að kjúklingasalati með sætum kartöflum, döðlum og sinnepsdressingu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir réttinn bragðgóðan og vera í miklu uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni.

Lífið
Fréttamynd

Kjúklinganaggar hollu stjúpunnar

Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, sem heldur úti Instagram-síðunni Efnasúpan deildi nýverið uppskrift að meinhollum kjúklinganöggum með gómsætu meðlæti með fylgjendum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa

Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum.

Lífið
Fréttamynd

Sumarlegir réttir að hætti Jönu

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, deildi sumarlegum og einföldum uppskriftum með fylgjendum á Instagram. Réttirnir eru bragðgóðir og henta vel sem meðlæti eða sem léttur aðalréttur.

Lífið
Fréttamynd

Lit­ríkur og ljúffengur vikumatseðill Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, heilsukokkur deilir litríkum og ljúffengum vikumatseðli með lesendum Vísis þessa vikuna. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ættu að falla vel í kramið hjá matgæðingum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­lætis pönnu­kökur Önnu Ei­ríks

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi uppskrift að einfaldri og meinhollri pönnukökuuppskrift með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin inniheldur engan sykur og er í miklu eftirlæti hjá Önnu og fjölskyldu. 

Lífið
Fréttamynd

Súrsætur og elegant eftir­réttur

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi ljúffengri uppskrift að súrsætum skyreftirrétti á vefsíðunni Döðlur og smjör. Berðu réttinn fram í fallegum glösum sem gerir það bæði þægilegt og elegant.

Lífið
Fréttamynd

Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Ó­hefð­bundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO

Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni.

Lífið
Fréttamynd

Syndsam­lega góð bananasnickersstykki

Helga Gabríela heilsukokkur og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af frosnum bananasnickersstykkjum á samfélagsmiðli sínum sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt.

Lífið
Fréttamynd

Grænn og vænn mánudagsdrykkur

Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Girni­legar og lit­ríkar salatskálar að hætti Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Ómótstæðilegir espresso orkubitar

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 

Lífið
Fréttamynd

Dönsk pönnukökuterta að hætti verðlaunabakara

Danska sjarmatröllið Frederik Haun deildi uppskrift að einfaldri pönnukökutertu með mascarpone-osti og ferskum berjum á Instagram-síðu sinni. Íslendingar og Danir eiga það sameiginlegt að elska pönnukökur. Ljúffeng terta tilvalin með kaffinu á konudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Guð­dóm­legt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi

Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Guðdómlegir ó­á­fengir kokteilar fyrir helgina

Jakob Eggertsson, sigurvegari í World Class barþjónakeppninni árið 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo, deilir uppskriftum að vinsælum óáfengum kokteilum með lesendum Vísis í tilefni Edrúar átaksins. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Makamál