Poppstjarna í KR sendir frá sér nýtt lag Knattspyrnukappinn Guðmundur Reynir Gunnarsson í KR hefur tekið upp nýtt lag. Lagið ber heitið I don't know. Tónlist 11. febrúar 2013 17:45
Allir sungu með í Póllandi Hljómsveitin Bloodgroup sendi frá sér sína þriðju plötu nú í vikunni, Tracing Echoes. Janus Rasmussen og Sunna Þórisdóttir söngvarar sveitarinnar segja Evróputúr á döfinni í apríl. Tónlist 10. febrúar 2013 10:00
Hörpu verður breytt í stærsta klúbb Íslands Nú stendur til að breyta Hörpunni í stærsta klúbb landsins og jafnvel í Evrópu. Sónar hátíðin er handan við hornið 15.-16.febrúar. Mikið er lagt upp úr sjónrænum og hljóðrænum hughrifum á hátíðinni. Allir helstu tónlistarmenn heimsins keppast um að koma fram á hátíðinni. Það þykir mikil viðurkenning fyrir tónlistarmenn að koma fram á Sónar en hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír í Barcelona, Sao Paolo, Tokyo og nú loksins í Reykjavík. Vinsældir danshljómsveitarinnar Sísý Ey hafa farið ört vaxandi og bráðlega er von á plötu með hljómsveitinni. Sísý Ey skipa þrjár systur sem eru dætur Ellenar Kristjáns þannig að þær eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Sísý Ey koma fram á Sónar Reykjavík. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Frosta Logason viðtal við hljómsveitina. Tónlist 9. febrúar 2013 11:45
Gefa sjálfir út plötuna erlendis Hljómsveitin Retro Stefson hefur stofnað útgáfufélagið Les Frères Stefson. Tónlist 9. febrúar 2013 11:00
Spila með Vampire Weekend Of Monsters and Men, sem nýlega spilaði í Ástralíu, hefur tilkynnt um tvenna áhugaverða tónleika í apríl og maí. Tónlist 8. febrúar 2013 06:00
Óskilgreind fegurð Nick Cave & the Bad Seeds sendir frá sér sína fimmtándu hljóðversplötu, Push the Sky Away, í næstu viku. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári. Tónlist 7. febrúar 2013 06:00
Morrissey aflýsir tónleikum Tónlistarmaðurinn Morrissey hefur aflýst tveimur tónleikum sínum vegna veikinda. Morrissey átti að koma fram á tónleikum í Las Vegas hinn 9. febrúar og í Phoenix kvöldið eftir. Tónlist 7. febrúar 2013 06:00
Vonast til að koma fólki á óvart enda laus við allar væntingar Birgir Örn Steinarsson spilar á sínum fyrstu sólótónleikum í rúm sex ár á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Tónlist 7. febrúar 2013 06:00
Einn af þeim villtari Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Tónlist 7. febrúar 2013 06:00
Uppselt á Sónar Reykjavík Tilkynnt í morgun. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb Tónlist 6. febrúar 2013 14:30
Örlygur Smári og Pétur svara fyrir sig Mikið hefur verið rætt um líkindi lags okkar, Ég á líf, og lagsins "I am cow" síðustu daga. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Í upphafi hlógum við bara að þessari samlíkingu en nú þykir okkur komið mál að linni. Alla vega þeirri umræðu að verið sé að væna okkur um lagastuld. Það að láta þjófkenna sig saklausan er ekkert gamanmál og nístir á endanum að innstu hjartarótum. Tónlist 6. febrúar 2013 13:06
Mikilvægt að lifa í raunveruleikanum Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant gefur út nýja plötu í mars. Hann flutti til Íslands fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa nýlega greinst með HIV-veiruna. Tónlist 6. febrúar 2013 06:00
Eurovision-stjörnur framleiddar á Dalvík Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Eyþór Ingi er fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, Tónlist 5. febrúar 2013 06:00
Nýr 300 manna tónleikastaður við Tryggvagötu Sömu aðilar standa að baki Volta og staðarins Harlem. Mikið lagt upp úr útlitinu, hljómburðinum og allri aðstöðu fyrir tónleika- og viðburðahald. Tónlist 5. febrúar 2013 06:00
Samstaða og gleði í Græna herberginu Lagið Ég á líf í flutningi Eyþórs Inga Gunnlaugssonar sigraði Söngvakeppnina 2013 síðasta laugardag. Það keppir því fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Malmö í maí. Tinna Rós Steinsdóttir varði kvöldinu í Græna herberginu. Tónlist 5. febrúar 2013 06:00
Þorri íslenskra rokkara á svið „Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars. Tónlist 4. febrúar 2013 06:00
Meg White í uppáhaldi Rokkarinn Dave Grohl hefur lofað trommuleik Meg White með rokkdúettnum sáluga The White Stripes í hástert. Tónlist 2. febrúar 2013 14:00
Veldu bestu plötuna Almenningur getur þessa dagana greitt atkvæði vegna Norrænu tónlistarverðlaunanna. Lífið 1. febrúar 2013 12:00
DMX kemur á stóra hátíð í Keflavík "Það verða tíu erlend atriði á hátíðinni og ég get staðfest að DMX er eitt þeirra, en hann er ekki það stærsta. Auk þess verður þarna rjóminn af íslensku tónlistarsenunni,“ segir umboðsmaðurinn Ólafur Geir Jónsson. Tónlist 1. febrúar 2013 09:00
Líta á tónlistina sem trúarbrögð "Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu,“ segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Tónlist 1. febrúar 2013 07:00
Frábært að vera komin svona langt í keppninni "Við þekktumst lítið en vissum vel af hvort öðru í gegnum tónlistargeirann. Þegar við hittumst fyrst að syngja inn lagið í stúdíó komumst við að þeirri skemmtilegu staðreynd að hún er uppalin tveimur götum fyrir ofan mig í Mosfellsbænum," segir Jógvan Hansen sem keppir til úrslita í undankeppni söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Til þín ásamt Stefaníu Svavarsdóttur á laugardaginn kemur. Tónlist 31. janúar 2013 14:15
Safnar peningum á Kickstarter Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Tónlist 31. janúar 2013 07:00
Daft Punk með plötu í vor Daft Punk hefur samið við útgáfuna Columbia og mun gefa út fjórðu plötu sína í vor. Franska dansdúóið var áður á mála hjá Virgin sem það samdi við árið 1996. Tónlist 31. janúar 2013 06:00
Einstakt tækifæri Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. Tónlist 31. janúar 2013 06:00
Fyrsta platan í fjóra áratugi Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Tónlist 30. janúar 2013 15:17
Flytja Dark Side of the Moon Hljómsveitin Dúndurfréttir ætlar að flytja eitt helsta meistaraverk rokksögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl. Tilefnið er fjörutíu ára afmæli plötunnar. Tónlist 30. janúar 2013 11:00
Bieber syngur lag um fyrrverandi Poppgoðið Justin Bieber er búinn að semja lag um sambandsslit sín og ungstirnisins Selenu Gomez. Lagið heitir Nothing Like Us og er á plötu hans Believe Acoustic sem kemur út í dag. Tónlist 29. janúar 2013 11:00
Seldi vínyl til að fjármagna plötuna Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól. Tónlist 29. janúar 2013 06:00
Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni á laugardagskvöld? Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. Lífið 26. janúar 2013 10:00
Syngur um framhjáhaldara Unnur Eggertsdóttir gefur út nýtt lag og tekur þátt í Söngvakeppninni. Tónlist 26. janúar 2013 07:00