Handbolti í Skaftahlíð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. mars 2014 09:14 Tónlist Creed er tekið opnum örmum á fréttastofunni. vísir/getty Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast? Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast?
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira