Ásgeir er vel liðinn í Ástralíu.Mynd/Jónatan Grétarsson
Plata Ásgeirs Trausta, sem ber titilinn In the Silence er í fyrsta sæti á listanum yfir söluhæstu plöturnar á iTunes í Ástralíu. Hann skellir þar með tónlistarmanninum Pharrell Williams í annað sæti listans með plötuna sína, Girl. Ástralska fegurðar- og hæfileikadísin Kylie Minogue er í þriðja sæti listans með plötu sína, Kiss Me Once.
Hér má sjá listann í heild sinni og getum við verið stolt af okkar manni.
Ásgeir er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu en kemur heim um miðjan aprílmánuði.