Tvær milljónir manna hafa streymt plötunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. mars 2014 15:00 Hljómsveitin Mono Town heldur tvenna útgáfutónleika í næsta mánuði en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm, kom út síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyl. mynd/hörður sveinsson „Við fengum á dögunum staðfestingu á að plötunni hafi verið streymt oftar en tveimur milljón sinnum á Deezer,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mono Town, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm kom út á geisladiski og vínyl í vikunni. Hún kom þó út á streymissíðunni Deezer fyrir um tveimur mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur, og hefur eins og fyrr segir verið streymt yfir tveimur milljón sinnum. „Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginlandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var mjög spennandi,“ segir Börkur Hrafn. Í kjölfarið hefur sveitin fengið athygli út um allan heim. „Við höfum ekki enn fengið uppgjör frá Deezer en við fáum greitt samkvæmt þeirra töxtum. Það sem er okkur mjög mikils virði er hins vegar það að nú er fullt af fólki út um allan heim að hlusta á plötuna. Það er rosalega verðmætt,“ segir Börkur Hrafn spurður út í arðinn af svo miklu streymi á netinu. Platan kom út á vegum Record Records síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyli og fæst því í öllum helstu verslunum. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York-borgar þar sem Grammy-verðlaunahafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun. Sveitin stefnir á að fara með plötuna víðar og hefur í hyggju að fara í tónleikaferðalag um Evrópu með hækkandi sól. Hljómsveitin Mono Town var stofnuð árið 2007. „Sveitin hefur verið til síðan 2007. Við byrjuðum að semja tónlist og vinna að plötunni þá en þó ekki af fullum krafti fyrr en árið 2010.“ Hana skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni en þeir eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Tryggvason Elíassen trommuleikari. Mono Town hefur staðfest tvenna útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, annars vegar þann 3. apríl í Gamla Bíói í Reykjavík og hins vegar 12. apríl á Græna hattinum á Akureyri. „Á útgáfutónleikunum verðum við með strengjasveit og kór með okkur. Við leggjum mikið í tónleikana,“ bætir Börkur Hrafn við. Hljómsveitin ætlar einnig að spila í Lucky Records laugardaginn 15. mars. Miðasala á útgáfutónleikana fer fram á Miði.is. Nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarinnar og einnig á fésbókarsíðu sveitarinnar. Einnig á Twitter.) Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við fengum á dögunum staðfestingu á að plötunni hafi verið streymt oftar en tveimur milljón sinnum á Deezer,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mono Town, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm kom út á geisladiski og vínyl í vikunni. Hún kom þó út á streymissíðunni Deezer fyrir um tveimur mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur, og hefur eins og fyrr segir verið streymt yfir tveimur milljón sinnum. „Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginlandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var mjög spennandi,“ segir Börkur Hrafn. Í kjölfarið hefur sveitin fengið athygli út um allan heim. „Við höfum ekki enn fengið uppgjör frá Deezer en við fáum greitt samkvæmt þeirra töxtum. Það sem er okkur mjög mikils virði er hins vegar það að nú er fullt af fólki út um allan heim að hlusta á plötuna. Það er rosalega verðmætt,“ segir Börkur Hrafn spurður út í arðinn af svo miklu streymi á netinu. Platan kom út á vegum Record Records síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyli og fæst því í öllum helstu verslunum. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York-borgar þar sem Grammy-verðlaunahafinn Michael Brauer sá um hljóðblöndun. Sveitin stefnir á að fara með plötuna víðar og hefur í hyggju að fara í tónleikaferðalag um Evrópu með hækkandi sól. Hljómsveitin Mono Town var stofnuð árið 2007. „Sveitin hefur verið til síðan 2007. Við byrjuðum að semja tónlist og vinna að plötunni þá en þó ekki af fullum krafti fyrr en árið 2010.“ Hana skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni en þeir eru allir laga- og textahöfundar sveitarinnar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Tryggvason Elíassen trommuleikari. Mono Town hefur staðfest tvenna útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, annars vegar þann 3. apríl í Gamla Bíói í Reykjavík og hins vegar 12. apríl á Græna hattinum á Akureyri. „Á útgáfutónleikunum verðum við með strengjasveit og kór með okkur. Við leggjum mikið í tónleikana,“ bætir Börkur Hrafn við. Hljómsveitin ætlar einnig að spila í Lucky Records laugardaginn 15. mars. Miðasala á útgáfutónleikana fer fram á Miði.is. Nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarinnar og einnig á fésbókarsíðu sveitarinnar. Einnig á Twitter.)
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira