Texta og tónlist samdi Emanuel en hann samdi einnig lagið Dança Comigo sem Sabrina flutti í keppninni árið 2007.
Portúgalir tóku ekki þátt í Eurovision í fyrra en í ár eru fimmtíu ár síðan landið tók fyrst þátt, einmitt á sviði í Kaupmannahöfn. Þá vann Ítalía í fyrsta sinn með lagið Non ho l‘etá sem Gigliola Cinquetti söng en við Íslendingar þekkjum það vel sem Heyr mína bæn sem Ellý Vilhjálms gerði frægt.