Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“

Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína.

Innlent
Fréttamynd

Daði Freyr í jólarómans

Evróvisjón-farinn Daði Freyr frumsýndi í dag nýtt myndband við jólalagið Every Moment Is Christmas With You. Þar er hefðbundið jólahald og yndislegar stundir með fjölskyldu og vinum í forgrunni... en með smá tvisti.

Tónlist
Fréttamynd

Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið

Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður

Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.

Tónlist
Fréttamynd

Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi

„Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Úlfs Eldjárns

Lagalistasmíði þessa föstudags var í höndum tónskáldsins Úlfs Eldjárns, en fyrir um viku síðan gaf hann út lagið Horfin borg, það fyrsta sem lítur dagsins ljós af væntanlegri breiðskífu.

Tónlist
Fréttamynd

Atli fær Grammy-tilnefningu

Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga.

Tónlist
Fréttamynd

Þrjú ný lög á jólaplötu Björgvins Halldórssonar

Björgvin Halldórsson gaf í dag út safnplötuna Ég kem með jólin til þín en á henni má finna þrjú ný lög. Platan kemur út í dag geisladiski og á streymisveitum en um miðjan desember kemur platan út á tvöföldum lituðum vínyl.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er nokkurs konar óður til vina minna”

Komið er út nýtt myndband við lagiðHere´s Hoping (Pop the glocken) með DuCre, sem er listamannsnafn Árna Húma Aðalsteinssonar. Lagið er þriðja lagið af væntanlegri plötu DuCre, ÓrÓ, sem kemur út 27. nóvember.

Albumm
Fréttamynd

„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“

Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið

Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar.

Lífið
Fréttamynd

Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins

Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti.

Tónlist