Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. desember 2021 09:00 Camilla Rut og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa verið dugleg að koma fram í aðdraganda jóla. Í ár munu þau sjá um tónlistina á Hátíðarkvöldverði veitingastaðarins The Bridge í Reykjanesbæ. Camilla Rut Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf, alveg klárlega. Ég skreyti allt hátt og lágt fyrsta í aðventu. Ég elska allt sem tengist aðventunni, ljósin, matinn, kuldann og tónlistina sem henni fylgir. Ég er einnig týpan sem vill endalaust vera að, legg mikið upp úr því að sameina alla og búa til minningar með börnunum fyrir jólin.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það séu ekki jólin í fyrra. Fyrstu jólin okkar sem fjögurra manna fjölskylda, strákarnir okkar þá 5 ára og 6 mánaða. Maður upplifir jólin allt öðruvísi þegar maður eignast börn og ég tel það vera mín helsta lífsins lukka að fá að upplifa jólin í gegnum strákana mína, það er ekkert dýrmætara. Við reyndar vorum í sóttkví fram að jólum í fyrra sem var ekki draumastaðan en við settum dýnur og sængur í stofuna og gerðum gott úr þessu.“ „SMS-ið kom svo og við losnuðum úr sóttkví klukkan 14:30 á aðfangadag. Þá brunaði tengdafjölskyldan mín til okkar og við fengum að halda jólin saman.“ Í fyrra var fjölskyldan í sóttkví til klukkan 14:30 á aðfangadag. Camillu þykir þó sérstaklega vænt um þann tíma, því það voru fyrstu jólin þeirra sem fjögurra manna fjölskylda.Instagram/Camilla Rut Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held mikið upp á litlu gjafirnar sem hafa fylgt með stráknum heim úr leikskólanum í gegnum tíðina. Svo fékk ég draumaúlpuna mína úr Feld frá eiginmanninum sem fyrir tveimur árum, sem og ferð til London að sjá Tina Turner söngleikinn. Ég viðurkenni að ég var alls ekki reið þá haha!“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það séu ekki „mjúku“ pakkarnir þegar maður var barn og vildi bara dót?„ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Jóladagsmorgun, alveg klárlega. Ég horfi alltaf á The Holiday á jóladagsmorgun, opna mér jólaöl og narta í afganga í „morgunmat“ á meðan strákarnir leika sér með allt nýja dótið.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Það snjóar klikkar aldrei og ég elska að syngja það líka. Annars eru tvær jólaplötur sem koma mér alltaf í jólaskap og fá að rúlla hjá mér allan desember. Það eru plöturnar með Michael Bublé og svo Mariah Carey. Annars er ég líka mjög spennt fyrir nýju jólaplötunni hennar Norah Jones og er búin að vera spara hana alveg til 1. desember.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „The Holiday & Family Stone.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Hamborgarhrygginn hennar tengdamömmu, er eitthvað betra?“ Það er óhætt að segja að þau Camy og Rabbi séu músíkalskt par og hafa þau flutt ljúfa tóna í aðdraganda jóla undanfarin ár.Instagram/Camilla Rut Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég viðurkenni að ég er byrjuð að senda alls konar hugmyndir á eiginmanninn haha! En fallegir skartgripir grípa mig þessa dagana. Annars er ég að safna í nýtt matarstell og elska fallega hluti í eldhúsið.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Jólanáttföt, jólatónlist, lyktin af hangikjöti í potti, kókostoppar og heitt kakó.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Fyrir utan jólaundirbúning og aðventunotalegheit með fjölskyldunni, þá erum við hjónin búin að taka að okkur að sjá um tónlistina í hátíðarkvöldverði á The Bridge veitingastaðnum á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ tvær dagsetningar í desember, þann 10. & 17. Þar getur fólk bókað sér borð, notið hátíðarseðilsins með ljúfa jólatóna frá okkur á meðan. Ég elska að syngja jólalög en við héldum einmitt jólatónleika fyrir tveimur árum þar sem við fylltum Gamla Bíó, það er eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert og langar að gera aftur við tækifæri.“ Hér má nálgast frekari upplýsingar um Hátíðarkvöldverð The Bridge. „Að lokum vona ég bara að fólk fari inn í hátíðirnar með kærleika, hlýju og mildi gagnvart sjálfum sér og öðrum.“ Jól Jólalög Jólamatur Tónlist Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Skammdegið kallar á aukinn yl Jól Jólatréð í forgrunni Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Annir hjá jólasveinum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf, alveg klárlega. Ég skreyti allt hátt og lágt fyrsta í aðventu. Ég elska allt sem tengist aðventunni, ljósin, matinn, kuldann og tónlistina sem henni fylgir. Ég er einnig týpan sem vill endalaust vera að, legg mikið upp úr því að sameina alla og búa til minningar með börnunum fyrir jólin.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það séu ekki jólin í fyrra. Fyrstu jólin okkar sem fjögurra manna fjölskylda, strákarnir okkar þá 5 ára og 6 mánaða. Maður upplifir jólin allt öðruvísi þegar maður eignast börn og ég tel það vera mín helsta lífsins lukka að fá að upplifa jólin í gegnum strákana mína, það er ekkert dýrmætara. Við reyndar vorum í sóttkví fram að jólum í fyrra sem var ekki draumastaðan en við settum dýnur og sængur í stofuna og gerðum gott úr þessu.“ „SMS-ið kom svo og við losnuðum úr sóttkví klukkan 14:30 á aðfangadag. Þá brunaði tengdafjölskyldan mín til okkar og við fengum að halda jólin saman.“ Í fyrra var fjölskyldan í sóttkví til klukkan 14:30 á aðfangadag. Camillu þykir þó sérstaklega vænt um þann tíma, því það voru fyrstu jólin þeirra sem fjögurra manna fjölskylda.Instagram/Camilla Rut Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held mikið upp á litlu gjafirnar sem hafa fylgt með stráknum heim úr leikskólanum í gegnum tíðina. Svo fékk ég draumaúlpuna mína úr Feld frá eiginmanninum sem fyrir tveimur árum, sem og ferð til London að sjá Tina Turner söngleikinn. Ég viðurkenni að ég var alls ekki reið þá haha!“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það séu ekki „mjúku“ pakkarnir þegar maður var barn og vildi bara dót?„ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Jóladagsmorgun, alveg klárlega. Ég horfi alltaf á The Holiday á jóladagsmorgun, opna mér jólaöl og narta í afganga í „morgunmat“ á meðan strákarnir leika sér með allt nýja dótið.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Það snjóar klikkar aldrei og ég elska að syngja það líka. Annars eru tvær jólaplötur sem koma mér alltaf í jólaskap og fá að rúlla hjá mér allan desember. Það eru plöturnar með Michael Bublé og svo Mariah Carey. Annars er ég líka mjög spennt fyrir nýju jólaplötunni hennar Norah Jones og er búin að vera spara hana alveg til 1. desember.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „The Holiday & Family Stone.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Hamborgarhrygginn hennar tengdamömmu, er eitthvað betra?“ Það er óhætt að segja að þau Camy og Rabbi séu músíkalskt par og hafa þau flutt ljúfa tóna í aðdraganda jóla undanfarin ár.Instagram/Camilla Rut Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég viðurkenni að ég er byrjuð að senda alls konar hugmyndir á eiginmanninn haha! En fallegir skartgripir grípa mig þessa dagana. Annars er ég að safna í nýtt matarstell og elska fallega hluti í eldhúsið.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Jólanáttföt, jólatónlist, lyktin af hangikjöti í potti, kókostoppar og heitt kakó.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Fyrir utan jólaundirbúning og aðventunotalegheit með fjölskyldunni, þá erum við hjónin búin að taka að okkur að sjá um tónlistina í hátíðarkvöldverði á The Bridge veitingastaðnum á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ tvær dagsetningar í desember, þann 10. & 17. Þar getur fólk bókað sér borð, notið hátíðarseðilsins með ljúfa jólatóna frá okkur á meðan. Ég elska að syngja jólalög en við héldum einmitt jólatónleika fyrir tveimur árum þar sem við fylltum Gamla Bíó, það er eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert og langar að gera aftur við tækifæri.“ Hér má nálgast frekari upplýsingar um Hátíðarkvöldverð The Bridge. „Að lokum vona ég bara að fólk fari inn í hátíðirnar með kærleika, hlýju og mildi gagnvart sjálfum sér og öðrum.“
Jól Jólalög Jólamatur Tónlist Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Skammdegið kallar á aukinn yl Jól Jólatréð í forgrunni Jól Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Jól Annir hjá jólasveinum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól
Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 18. júní 2021 15:00
Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58