Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 16:00 Ástralska elektró bandið Shouse klýfur íslenska listann með fjögurra ára gömlu lagi Instagram: @shouse.shouse Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. Tónlistar tímavélin er orðin að föstum lið og í þetta skipti skoðuðum við hvaða lag sat á toppnum árið 2016 og hvaða dans lag var heitast árið 2011. Mannequin Challenge trendið hafði mikil áhrif Rae Sremmurd og Gucci Mayne áttu vinsælasta lag þessarar viku fyrir fimm árum síðan en það er lagið Black Beatles - sem sló hvað mest í gegn á samfélagsmiðlum í tengslum við hið svokallaða Mannequin Challenge eða myndastyttu áskoruninni. Slík áskorun fól í sér að fólk þurfti að vera grafkyrrt og láta eins og gína og var þetta fjör tekið upp á myndband. Já, samfélagsmiðla trendin eru fjölbreytt og áhugaverð en undirrituð telur þó að þetta trend hafi án efa haft áhrif á velgengni lagsins. Eins og sjá má á myndbandinu fyrir neðan voru nemendur í Maple Ridge Secondary School meðal þeirra sem hafa tekið þátt í myndastyttu áskoruninni svokölluðu. Ef við lítum svo til ársins 2011, ár danstónlistarinnar, er augljóst hljómsveitin LMFAO var ein sú allra heitasta. Dans smellirnir komu hver á fætur öðrum frá stuðboltunum í LMFAO og fyrir tíu árum var það lag þeirra Sexy and I Know It sem trónaði á toppum danslagalista heimsins. Lesendur velta margir hverjir eflaust fyrir sér hvað í ósköpunum hafi orðið að LMFAO þar sem þeir slitu samstarfi sínu árið 2012 og má eiginlega segja að þeir hafi hætt á toppnum. Munum við einhvern tíma fá comeback frá þessum danstrylltu popp piltum? Íslenskt og áhugavert Ég ákvað svo að bæta við glænýjum lið sem ber nafnið Íslenskt og áhugavert og mun láta sjá sig við og við á íslenska listanum. Þar kafa ég inn í íslenskt tónlistarlíf, rannsaka áhugaverðar hljómsveitir og tónlistarfólk og deili með ykkur einu spennandi lagi. Í þetta skipti varð hljómsveitin Inspector Spacetime fyrir valinu sem er íslenskt dans-band sem er að gera skemmtilega og öðruvísi hluti í tónlist. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá því í fyrra en í janúar á þessu ári gáfu þau út plötu sem er skírð eftir hljómsveitinni og hefur að geyma dans smelli á borð við lagið Dansa og Bánsa. Föstudaginn 19. nóvember sendu þau svo frá sér smáskífuna Bára inn á Spotify og aðrar streymisveitur og er hér á ferðinni stuð lag sem er gert til að dansa við. Inspector Spacetime var gífurlega vinsæl á menntaskólaböllum í haust og hefur undirrituð sjaldan séð tónlistarfólk mynda jafn mikla stemningu á dansgólfinu. Þið getið hlustað á Inspector Spacetime hér. Áströlsk hljómsveit slær í gegn Elektró-hljómsveitin Shouse vekur athygli margra og heldur áfram að klífa listann en lagið þeirra Love Tonight situr nú í 4. sæti og hækkar sig um þrjú sæti á milli vikna. Þetta grípandi lag er búið að vera að gera allt vitlaust víðs vegar um heiminn að undanförnu en athyglisvert er að lagið kom upprunalega út árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Shouse (@shouse.shouse) Vinsældir þess jukust svo til muna á þessu ári eftir að stórstjarnan David Guetta ákvað að remixa lagið. Út frá því fóru notendur samfélagsmiðla forritsins TikTok að nota lagið í hin ýmsu dansmyndbönd og lagið varð að hittara. Það er því greinilegt að það er aldrei of seint að blómstra og oft getur borgað sig að vera þolinmóður í þessum síbreytilega samfélagsmiðla heimi. Mig langar að lokum að hvetja ykkur til að fylgja FM957 á samfélagsmiðlum. Við sendum reglulega út tónlistar kannanir sem hafa áhrif á listann og ykkar álit skiptir máli. Hér má svo líta á listann, sem var í heild sinni fjölbreyttur með nóg af hressum lögum sem koma okkur í laugardags gírinn, hvort sem fólk er að undirbúa sig fyrir viðburðaríkt kvöld eða bara í danspartýi heima fyrir! Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Tilfinningalegt ferðalag Adele í rétta átt að sjálfri sér Adele þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er hún ein stærsta söngkona okkar samtíma og jafnvel hægt að titla hana kanónu í tónlistarheiminum. 22. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistar tímavélin er orðin að föstum lið og í þetta skipti skoðuðum við hvaða lag sat á toppnum árið 2016 og hvaða dans lag var heitast árið 2011. Mannequin Challenge trendið hafði mikil áhrif Rae Sremmurd og Gucci Mayne áttu vinsælasta lag þessarar viku fyrir fimm árum síðan en það er lagið Black Beatles - sem sló hvað mest í gegn á samfélagsmiðlum í tengslum við hið svokallaða Mannequin Challenge eða myndastyttu áskoruninni. Slík áskorun fól í sér að fólk þurfti að vera grafkyrrt og láta eins og gína og var þetta fjör tekið upp á myndband. Já, samfélagsmiðla trendin eru fjölbreytt og áhugaverð en undirrituð telur þó að þetta trend hafi án efa haft áhrif á velgengni lagsins. Eins og sjá má á myndbandinu fyrir neðan voru nemendur í Maple Ridge Secondary School meðal þeirra sem hafa tekið þátt í myndastyttu áskoruninni svokölluðu. Ef við lítum svo til ársins 2011, ár danstónlistarinnar, er augljóst hljómsveitin LMFAO var ein sú allra heitasta. Dans smellirnir komu hver á fætur öðrum frá stuðboltunum í LMFAO og fyrir tíu árum var það lag þeirra Sexy and I Know It sem trónaði á toppum danslagalista heimsins. Lesendur velta margir hverjir eflaust fyrir sér hvað í ósköpunum hafi orðið að LMFAO þar sem þeir slitu samstarfi sínu árið 2012 og má eiginlega segja að þeir hafi hætt á toppnum. Munum við einhvern tíma fá comeback frá þessum danstrylltu popp piltum? Íslenskt og áhugavert Ég ákvað svo að bæta við glænýjum lið sem ber nafnið Íslenskt og áhugavert og mun láta sjá sig við og við á íslenska listanum. Þar kafa ég inn í íslenskt tónlistarlíf, rannsaka áhugaverðar hljómsveitir og tónlistarfólk og deili með ykkur einu spennandi lagi. Í þetta skipti varð hljómsveitin Inspector Spacetime fyrir valinu sem er íslenskt dans-band sem er að gera skemmtilega og öðruvísi hluti í tónlist. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá því í fyrra en í janúar á þessu ári gáfu þau út plötu sem er skírð eftir hljómsveitinni og hefur að geyma dans smelli á borð við lagið Dansa og Bánsa. Föstudaginn 19. nóvember sendu þau svo frá sér smáskífuna Bára inn á Spotify og aðrar streymisveitur og er hér á ferðinni stuð lag sem er gert til að dansa við. Inspector Spacetime var gífurlega vinsæl á menntaskólaböllum í haust og hefur undirrituð sjaldan séð tónlistarfólk mynda jafn mikla stemningu á dansgólfinu. Þið getið hlustað á Inspector Spacetime hér. Áströlsk hljómsveit slær í gegn Elektró-hljómsveitin Shouse vekur athygli margra og heldur áfram að klífa listann en lagið þeirra Love Tonight situr nú í 4. sæti og hækkar sig um þrjú sæti á milli vikna. Þetta grípandi lag er búið að vera að gera allt vitlaust víðs vegar um heiminn að undanförnu en athyglisvert er að lagið kom upprunalega út árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Shouse (@shouse.shouse) Vinsældir þess jukust svo til muna á þessu ári eftir að stórstjarnan David Guetta ákvað að remixa lagið. Út frá því fóru notendur samfélagsmiðla forritsins TikTok að nota lagið í hin ýmsu dansmyndbönd og lagið varð að hittara. Það er því greinilegt að það er aldrei of seint að blómstra og oft getur borgað sig að vera þolinmóður í þessum síbreytilega samfélagsmiðla heimi. Mig langar að lokum að hvetja ykkur til að fylgja FM957 á samfélagsmiðlum. Við sendum reglulega út tónlistar kannanir sem hafa áhrif á listann og ykkar álit skiptir máli. Hér má svo líta á listann, sem var í heild sinni fjölbreyttur með nóg af hressum lögum sem koma okkur í laugardags gírinn, hvort sem fólk er að undirbúa sig fyrir viðburðaríkt kvöld eða bara í danspartýi heima fyrir!
Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Tilfinningalegt ferðalag Adele í rétta átt að sjálfri sér Adele þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er hún ein stærsta söngkona okkar samtíma og jafnvel hægt að titla hana kanónu í tónlistarheiminum. 22. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15
DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32
Tilfinningalegt ferðalag Adele í rétta átt að sjálfri sér Adele þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er hún ein stærsta söngkona okkar samtíma og jafnvel hægt að titla hana kanónu í tónlistarheiminum. 22. nóvember 2021 20:00