Lífið

Áhorfendur Sign sungu allt fyrsta erindið og söngvarinn stóð agndofa á sviðinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þakið ætlaði af Iðnó um helgina á afmælistónleikum Sign.
Þakið ætlaði af Iðnó um helgina á afmælistónleikum Sign. Samsett/Hulda Margrét

Tuttugua ára afmælistónleikar Sign plötunnar Vindar & Breytingar voru haldnir í Iðnó á laugaradag. Tónleikarnir voru haldnir í samstarfi við Xið og eins og kom fram á Vísi, þá seldist upp á níutíu mínútum.

Vel var mætt var á tónleikana og komust færri að en vildu. Fólk var samt augljóslega ánægt með að komast á viðburðinn þrátt fyrir kröfu um hraðpróf.

Ragnar Sólberg söngvari Sign.Hulda Margrét

Bandið var í fantaformi en stemningin var þó slík að oft á tíðum heyrðist minna í hljómsveit heldur en áhorfendum en sungið var með hverju einasta lagi. 

Margmenni var á tónleikunum og t.a.m. má sjá meðlimi hljómsveitarinnar Mammút í áhorfendaskaranum.Hulda Margrét

Þegar drengirnir töldu í lokalag plötunnar, Gullskot Í Hjartanu Mínu, tóku áhorfendur sig til og sungu allt fyrsta erindið fyrir Ragnar Sólberg sem þagði bara.

Eyliner, svart naglalakk og húðflúr voru augljóslega þema kvöldsins.Hulda Margrét

Hér fyrir sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.  Stemningin var gríðarleg og er ljóst að Sign á ennþá stóran hóp aðdáenda.

Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét

Fleiri myndir af tónleikagestum má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.

Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét
Hulda Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.