Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

LED ljósameðferðir: Nýjasta trendið í húðumhirðu

„LED ljósameðferð hafa verið að tröllríða öllu úti í heimi þetta ár og við erum alveg einstaklega stoltar að geta boðið upp á virkar og flottar LED meðferðir hérna hjá okkur Eliru snyrtistofu," segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Eliru.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Klæðir sig oft ó­beint í stíl við dóttur sína

Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eig­endur Akur­eyri Backpackers selja höllina

Hjónin og eigendur Akureyri Backpackers, Siguróli Kristjánsson, jafnan þekktur sem Moli, og eiginkona hans Elfa Björk Ragnarsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Mánahlíð á Akureyri til sölu. Ásett verð er 164,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði íþróttavörumerki tví­tug

„Ég stefni mjög langt með merkið,“ segir Lana Björk Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur og barre-þjálfari. Hún var aðeins tvítug þegar hún stofnaði sína eigin íþróttavörulínu undir nafninu Kenzen.

Lífið
Fréttamynd

Þar sem um­hverfis­mál og kven­réttindi mætast: Um­hverfis- og fé­lags­legt rétt­læti í tískuiðnaðinum

Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Sí­gild hönnun frá Rosti verður 70 ára

Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Ellefu eftir­tektar­verð eld­hús

Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. 

Lífið
Fréttamynd

Tískan á körfuboltaleiknum

Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mikil væntum­þykja í garð lyklakippunnar

Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein­stök hæð í retró stíl við Lauf­ás­veg

Við Laufásveg 47 í Reykjavík er að finna glæsilega 212 fermetra sérhæð. Húsið var byggt árið 1969 en var endurnýjað að miklu leyti árið 2017 með tilliti til hins byggingarstíls. Fasteignamat eignarinnar er 119,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf að stela fötum af kærastanum

Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sundtískan

Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­kast sólar­ljóss jafn skað­legt og beint sólar­ljós

Kjartan B. Kristjánsson sjóntækjafræðingur og eigandi Optical Studio segir nauðsynlegt að nota sólgleraugu allt árið um kring. Endurkast sólarljóss sé meira en fólk geri sér grein fyrir og skaði augun. Velja þurfi rétt sólgleraugu. Hann mælir með sólgleraugum frá Maui Jim sem einum bestu sólgleraugum sem völ er á í heiminum þegar kemur að gæðum glerjanna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Steldu stílnum af konunum í forsetaframboði

Glamúr, íslensk hönnun, látlaust eða litaglatt. Stíll hjá konunum sem eru í forsetaframboði árið 2024 er eins fjölbreyttur og þær eru margar og það getur sannarlega verið áhugavert að fylgjast með framboðsstíl hvers og eins. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Blessunar­lega ekkert stoppaður af for­eldrum mínum“

Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir sumarið 2024

Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í rán­dýrum kjól á rauða dreglinum

Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetr­ar­línu Chanel og kostar á aðra milljón króna.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf með jager skot í töskunni

Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Smekk­legt ein­býli í Foss­vogi á 230 milljónir

Við Kvistaland 7 í Fossvogsdal má finna fallegt 203 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1973. Eignin var nýverið tekin í gegn á smekklegan máta þar sem ekkert var til sparað. Ásett verð er 228,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fá í fyrsta sinn að klæðast striga­skóm

6. maí síðastliðinn var flugáhöfnum hollenska flugfélagins KLM heimilt að klæðast strigaskóm í stað hæla- og fínum leðurskóm við störf sín í háloftunum. Félagið segir breytinguna stuðla að vellíðan og afköstum starfsmanna í takt við tímann.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Inga Lind selur í­búð við Valshlíð

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bill Barton kemur í Augað í Kringlunni

Hópur snillinga frá gleraugnamerkinu Barton Perreira mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni á morgun, þriðjudaginn 14. maí, og sýnir það nýjasta úr 2024 línunni. Með í för er Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins, sem mun svara spurningum gesta og gefa góð ráð.

Lífið samstarf