Enginn í joggingbuxum í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. október 2025 12:13 Sara Kamban er alvöru Parísarpæja í vetur. Aðsend „Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið. Sara Kamban er 21 árs gömul og er í skiptinámi úti. Þetta er í fyrsta sinn sem hún flytur ein erlendis. View this post on Instagram A post shared by Sara Kamban Þorleifsdóttir (@sarakamban) Hvað varð til þess að þú fluttir til Parísar? Mig hefur lengi langað að prófa að búa erlendis og fannst skiptinám tilvalin leið til þess. HÍ bauð upp á að fara til Parísar og þó ég hafi vitað lítið sem ekkert um borgina ákvað ég að sækja um. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég svo staðfestingu um að ég hefði verið samþykkt og þá var ekki aftur snúið. Parísarlífið er algjör draumur hjá Söru Kamban.Aðsend Var það auðveld ákvörðun? Já, í rauninni. Þetta var of gott tækifæri til að sleppa því. Auðvitað var erfitt að hugsa til þess að fara frá fjölskyldu og vinum, en ég fékk mikinn stuðning og pepp, þannig að það var aldrei annað í stöðunni en að skella mér. Það var aldrei neitt annað í stöðunni hjá Söru en að skella sér til Parísar.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti út 1. september, þannig að ég hef búið hér í rúmar fimm vikur. Hvað ertu að gera þar? Ég er í skiptinámi í viðskiptafræði á vegum HÍ í skóla sem heitir UPEC, sem er rétt fyrir utan París. Sara hefur búið í París í rúmar fimm vikur.Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Ekki almennilega. Ég bjó í Noregi í eitt ár þegar ég var sjö ára og á góðar minningar þaðan. En þetta er í raun fyrsta skiptið sem ég upplifi það að búa sjálf erlendis. Sara og vinkonur úti á lífinu í Parísarborg.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Daglegt líf hér hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt. Ég bý með vinkonu minni Míu sem er með mér í skiptinámi. Við byrjum daginn okkar oftast á Lagree-tíma, sem er intensíf útgáfa af Pilates sem Parísar gellurnar eru sjúkar í. Við fundum ótrúlega fallegt Lagree-stúdíó nálægt íbúðinni okkar og erum orðnar fastagestir þar. Eftir það græjum við okkur, náum okkur í kaffi og tökum svo lestina í skólann sem tekur rúman klukkutíma. Pílates pæja í París. Instagram Eftir skóla reynum við að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt. Við finnum oft kósý kaffihús til að læra á ef við þurfum að vinna eitthvað fyrir skólann. Le Marais, sem liggur á milli 3. og 4. hverfis, er í uppáhaldi hjá okkur. Þar er endalaust af fallegum vintage-búðum, kaffihúsum og söfnum. Við erum nýfluttar í nýja íbúð sem við fengum að innrétta sjálfar, þannig að undanfarnar vikur hafa líka farið í að versla húsgögn, koma öllu fyrir og reyna að drösla öllu upp í íbúðina okkar sem getur verið algjört bras þegar maður ferðast um með metro. Um helgar er afslöppuð en skemmtileg stemning í París . Þá förum við yfirleitt út að borða í hádeginu og endum daginn á notalegum veitingastað eða vínbar með góðum vinum og spjalli. Stemningin um helgar er afslöppuð og skemmtileg.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er. Borgin veitir manni líka svo mikinn innblástur, sérstaklega þegar kemur að tísku. Það er magnað að sjá hversu mikla áherslu fólk leggur á klæðaburð, ég hef ekki séð eina manneskju í joggingbuxum síðan ég kom hingað. Fólk í Frakklandi gefur ekkert eftir þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Sunnudagar eru uppáhalds dagarnir mínir í París. Þá eru margir veitingastaðir og verslanir lokaðir, þar sem þetta er heilagur hvíldardagur hérna. Við nýtum þá daginn oft í rólegan brunch og heimsóknir á sunnudagsmarkaði, þar sem má finna allt frá ferskum ávöxtum yfir í húsgögn og flíkur á klink. Það er nóg af flottu góssi á mörkuðum Parísar.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá? Já, það hafa alveg komið tímapunktar. En þá kíki ég bara á veðurspána heima og minni mig á hversu gott ég hef það hér! Ég er dugleg að FaceTime-a fjölskyldu og vini og hef fengið nokkrar heimsóknir frá því ég kom út sem hafa verið svo skemmtilegar. Sara segir ágætis mótefni við heimþrá að skoða veðurspána á Íslandi!Aðsend Hvað er framundan? Næstu vikur ætla ég að njóta, taka á móti fleiri vinkonum í heimsókn, koma mér betur fyrir í íbúðinni og læra enn betur inn á borgina. Það er líka mjög ódýrt að ferðast frá París og eru helgarferðir til Flórens og Lissabon á planinu. Svo bara lifa og njóta eins mikið og ég get. View this post on Instagram A post shared by Sara Kamban Þorleifsdóttir (@sarakamban) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það hefur komið mér mest á óvart hvað borgin er ótrúlega alþjóðleg og vinaleg. Það er ákveðin staðalmynd um að Frakkar séu kaldir og ekki tilbúnir að tala ensku, en mín upplifun er önnur. Sérstaklega þegar kemur að unga fólkinu, flestir tala ágæta ensku og eru mjög hjálpsöm og vingjarnleg. Síðan hefur líka komið mér á óvart hvað maður labbar sjúklega mikið hérna bara til þess að koma sér milli staða. Ég er að labba í kringum sextán þúsund skref á dag og ég elska það. Sara labbar í kringum sextán þúsund skref á dag í stórborginni og sér ótal margt skemmtilegt, eins og þetta dásamlega sólsetur.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Það steiktasta er klárlega íbúðarleitin hjá okkur vinkonum. Við mættum út með aðeins tíu daga Airbnb-leigu og sáum fyrir okkur að við myndum finna langtímaleigu áður en við þyrftum að skila Airbnb-inu. Raunin var allt önnur. Við enduðum á að eyða næstum heilum mánuði á flakki milli íbúða og virtumst vera gullnáma fyrir íbúðasvindlara sem eru margir hérna í París. Það var mikið bras fyrir stelpurnar að finna íbúð en þær enduðu þó á fullkomnum stað í sætu hverfi.Aðsend Við vorum farnar að íhuga að kaupa okkur flug aftur heim þegar við duttum loksins í lukkupottinn og fundum okkar fullkomnu íbúð í sætu hverfi. Ferlið var langt, strangt en lærdómsríkt. Það var líka mjög steikt að sjá litla stelpu ganga um með rottu í bandi hérna um daginn. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég elska stórborgarlífið, svo hver veit. Ég gæti vel hugsað mér að taka meistaranám hér í París og ná frönskunni upp á tíu. En Ísland verður alltaf heima. Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég hef lært ótrúlega margt á þessum stutta tíma. Að vera sjálfstæð, að redda mér og að treysta eigin innsæi. Ég hef líka skapað dýrmætar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Sara og Mía fengu að aðstoða tískumerkið Kalda á tískuvikunni í París sem var mikið ævintýri.Aðsend Nú var tískuviku að ljúka í borginni og stendur hún klárlega upp úr. Íslenska merkið Kalda var með showroom hér í París og við Mía fengum að aðstoða við uppsetninguna og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér á tískuviku. Það var ótrúlega skemmtileg og einstök reynsla að vera í borginni þessa vikuna. Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sara Kamban er 21 árs gömul og er í skiptinámi úti. Þetta er í fyrsta sinn sem hún flytur ein erlendis. View this post on Instagram A post shared by Sara Kamban Þorleifsdóttir (@sarakamban) Hvað varð til þess að þú fluttir til Parísar? Mig hefur lengi langað að prófa að búa erlendis og fannst skiptinám tilvalin leið til þess. HÍ bauð upp á að fara til Parísar og þó ég hafi vitað lítið sem ekkert um borgina ákvað ég að sækja um. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég svo staðfestingu um að ég hefði verið samþykkt og þá var ekki aftur snúið. Parísarlífið er algjör draumur hjá Söru Kamban.Aðsend Var það auðveld ákvörðun? Já, í rauninni. Þetta var of gott tækifæri til að sleppa því. Auðvitað var erfitt að hugsa til þess að fara frá fjölskyldu og vinum, en ég fékk mikinn stuðning og pepp, þannig að það var aldrei annað í stöðunni en að skella mér. Það var aldrei neitt annað í stöðunni hjá Söru en að skella sér til Parísar.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti út 1. september, þannig að ég hef búið hér í rúmar fimm vikur. Hvað ertu að gera þar? Ég er í skiptinámi í viðskiptafræði á vegum HÍ í skóla sem heitir UPEC, sem er rétt fyrir utan París. Sara hefur búið í París í rúmar fimm vikur.Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Ekki almennilega. Ég bjó í Noregi í eitt ár þegar ég var sjö ára og á góðar minningar þaðan. En þetta er í raun fyrsta skiptið sem ég upplifi það að búa sjálf erlendis. Sara og vinkonur úti á lífinu í Parísarborg.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Daglegt líf hér hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt. Ég bý með vinkonu minni Míu sem er með mér í skiptinámi. Við byrjum daginn okkar oftast á Lagree-tíma, sem er intensíf útgáfa af Pilates sem Parísar gellurnar eru sjúkar í. Við fundum ótrúlega fallegt Lagree-stúdíó nálægt íbúðinni okkar og erum orðnar fastagestir þar. Eftir það græjum við okkur, náum okkur í kaffi og tökum svo lestina í skólann sem tekur rúman klukkutíma. Pílates pæja í París. Instagram Eftir skóla reynum við að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt. Við finnum oft kósý kaffihús til að læra á ef við þurfum að vinna eitthvað fyrir skólann. Le Marais, sem liggur á milli 3. og 4. hverfis, er í uppáhaldi hjá okkur. Þar er endalaust af fallegum vintage-búðum, kaffihúsum og söfnum. Við erum nýfluttar í nýja íbúð sem við fengum að innrétta sjálfar, þannig að undanfarnar vikur hafa líka farið í að versla húsgögn, koma öllu fyrir og reyna að drösla öllu upp í íbúðina okkar sem getur verið algjört bras þegar maður ferðast um með metro. Um helgar er afslöppuð en skemmtileg stemning í París . Þá förum við yfirleitt út að borða í hádeginu og endum daginn á notalegum veitingastað eða vínbar með góðum vinum og spjalli. Stemningin um helgar er afslöppuð og skemmtileg.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er. Borgin veitir manni líka svo mikinn innblástur, sérstaklega þegar kemur að tísku. Það er magnað að sjá hversu mikla áherslu fólk leggur á klæðaburð, ég hef ekki séð eina manneskju í joggingbuxum síðan ég kom hingað. Fólk í Frakklandi gefur ekkert eftir þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Sunnudagar eru uppáhalds dagarnir mínir í París. Þá eru margir veitingastaðir og verslanir lokaðir, þar sem þetta er heilagur hvíldardagur hérna. Við nýtum þá daginn oft í rólegan brunch og heimsóknir á sunnudagsmarkaði, þar sem má finna allt frá ferskum ávöxtum yfir í húsgögn og flíkur á klink. Það er nóg af flottu góssi á mörkuðum Parísar.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá? Já, það hafa alveg komið tímapunktar. En þá kíki ég bara á veðurspána heima og minni mig á hversu gott ég hef það hér! Ég er dugleg að FaceTime-a fjölskyldu og vini og hef fengið nokkrar heimsóknir frá því ég kom út sem hafa verið svo skemmtilegar. Sara segir ágætis mótefni við heimþrá að skoða veðurspána á Íslandi!Aðsend Hvað er framundan? Næstu vikur ætla ég að njóta, taka á móti fleiri vinkonum í heimsókn, koma mér betur fyrir í íbúðinni og læra enn betur inn á borgina. Það er líka mjög ódýrt að ferðast frá París og eru helgarferðir til Flórens og Lissabon á planinu. Svo bara lifa og njóta eins mikið og ég get. View this post on Instagram A post shared by Sara Kamban Þorleifsdóttir (@sarakamban) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það hefur komið mér mest á óvart hvað borgin er ótrúlega alþjóðleg og vinaleg. Það er ákveðin staðalmynd um að Frakkar séu kaldir og ekki tilbúnir að tala ensku, en mín upplifun er önnur. Sérstaklega þegar kemur að unga fólkinu, flestir tala ágæta ensku og eru mjög hjálpsöm og vingjarnleg. Síðan hefur líka komið mér á óvart hvað maður labbar sjúklega mikið hérna bara til þess að koma sér milli staða. Ég er að labba í kringum sextán þúsund skref á dag og ég elska það. Sara labbar í kringum sextán þúsund skref á dag í stórborginni og sér ótal margt skemmtilegt, eins og þetta dásamlega sólsetur.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Það steiktasta er klárlega íbúðarleitin hjá okkur vinkonum. Við mættum út með aðeins tíu daga Airbnb-leigu og sáum fyrir okkur að við myndum finna langtímaleigu áður en við þyrftum að skila Airbnb-inu. Raunin var allt önnur. Við enduðum á að eyða næstum heilum mánuði á flakki milli íbúða og virtumst vera gullnáma fyrir íbúðasvindlara sem eru margir hérna í París. Það var mikið bras fyrir stelpurnar að finna íbúð en þær enduðu þó á fullkomnum stað í sætu hverfi.Aðsend Við vorum farnar að íhuga að kaupa okkur flug aftur heim þegar við duttum loksins í lukkupottinn og fundum okkar fullkomnu íbúð í sætu hverfi. Ferlið var langt, strangt en lærdómsríkt. Það var líka mjög steikt að sjá litla stelpu ganga um með rottu í bandi hérna um daginn. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég elska stórborgarlífið, svo hver veit. Ég gæti vel hugsað mér að taka meistaranám hér í París og ná frönskunni upp á tíu. En Ísland verður alltaf heima. Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Ég hef lært ótrúlega margt á þessum stutta tíma. Að vera sjálfstæð, að redda mér og að treysta eigin innsæi. Ég hef líka skapað dýrmætar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Sara og Mía fengu að aðstoða tískumerkið Kalda á tískuvikunni í París sem var mikið ævintýri.Aðsend Nú var tískuviku að ljúka í borginni og stendur hún klárlega upp úr. Íslenska merkið Kalda var með showroom hér í París og við Mía fengum að aðstoða við uppsetninguna og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér á tískuviku. Það var ótrúlega skemmtileg og einstök reynsla að vera í borginni þessa vikuna.
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“