Lífið

Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við of­beldi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Vanda Sigurgeirsdóttir mætti ásamt dóttur sinni, Dísu Jakobsdóttur, á FO viðburð UN Women.
Vanda Sigurgeirsdóttir mætti ásamt dóttur sinni, Dísu Jakobsdóttur, á FO viðburð UN Women. Sunna Ben

Fjölmenni sótti FO-viðburð UN Women á Íslandi sem fram fór í Mannréttindahúsinu á föstudag. Fyrirsætur herferðarinnar voru á meðal gesta, en nokkur þjóðþekkt andlit sátu fyrir í herferðinni í ár. 

Meðal gesta voru Vanda Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Magnús Karl Magnússon prófessor, Embla Bachmann rithöfundur, Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Helga Lilja Magnúsdóttir, hönnuður FO-bolsins. Plötusnúðurinn Benni B-Ruff þeytti skífum og stemningin var mjög góð. 

Börn og fullorðnir skrifuðu skilaboð til afganskra kvenna.Sunna Ben

Í fréttatilkynningu segir: 

„FO-bolurinn styður við starf UN Women í Afganistan en starfsemi stofnunarinnar hefur tekið stakkaskiptum frá því að talíbanar tóku völd í annað sinn þann 15. ágúst 2021. Þrátt fyrir það eru umfangsmestu verkefni UN Women einmitt í Afganistan. UN Women í Afganistan safnaði skilaboðunum frá afgönskum konum í tengslum við herferðina – skilaboðum sem konurnar vildu koma áfram til Íslendinga. 

Þær segjast búa yfir óbilandi styrk og von um bjartari framtíð en biðja alþjóðasamfélagið um að gleyma þeim ekki. Á FO-viðburðinum bauðst gestum til þess að skrifa skilaboð til baka til afganskra kvenna sem UN Women á Íslandi mun senda út til Afganistan.

Sala FO-bolsins hefur farið vel af stað. Þegar hafa um 200 bolir selst á aðeins tveimur dögum og því mikilvægt að hafa hraðar hendur, ætli fólk að tryggja sér eintak. 

Bolurinn var framleiddur í takmörkuðu upplagi, kostar 7.990 krónur og fæst á unwomen.is og í versluninni Kiosk á Granda. Verkefnið er styrkt af Öryggismiðstöðinni og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Afganistan.“

Hér má sjá myndir frá viðburðinum:

Magnús Karl Magnússon og Jakob Frímann Þorsteinsson.Sunna Ben
Ungi rithöfundurinn Embla Bachmann í góðum félagsskap.Sunna Ben
Gestir skrifuðu falleg skilaboð.Sunna Ben
Aperol Spritz!Sunna Ben
Charlotte Biering og Áslaug Eva Björnsdóttir.Sunna Ben
Stella Samúelsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Sunna Ben
Ása Ottesen og glæsilegur hópur stúlkna.Sunna Ben
Afgnaskar konur búsettar á Íslandi mættu.Sunna Ben
Rakel McMahon og Oddur Ástráðsson.Sunna Ben
Mist Þormóðsdóttir Grönvold.Sunna Ben
Benni B-Ruff þeytti skífum.Sunna Ben





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.