Svandís Svavarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir

Greinar eftir Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna.

Fréttamynd

Sannleikurinn er góður grunnur

Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum.

Skoðun
Fréttamynd

Ólga Össurar og söguskýringar

Mikinn fer Össur Skarphéðins­son í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri græn - umbúðalaus

Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Fengið að láni frá börnunum

Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

Skoðun