Vinstri græn - umbúðalaus Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. apríl 2007 05:00 Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar