Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. desember 2008 05:00 :Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
:Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar