Ólga Össurar og söguskýringar Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2007 06:00 Mikinn fer Össur Skarphéðinsson í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verður ekki deilt hér á þessum vettvangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlögum krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Steingrímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburðarásina sólarhringana eftir kosningar því sérhver mun væntanlega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Á eftirminnilegum blaðamannafundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Framsókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylkingu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylkingar í sjónvarp og tjáði þjóðinni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammæltust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tækifærið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Össurar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R-listans, sem hann telur hafi stafað af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykjavíkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leikfléttu Össurar Skarphéðinssonar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátlegasta sinnar gerðar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlistans vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræðum um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttugasta og fimmta fundi komu fulltrúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna aðkomu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Samfylkingin vildi semja um kjörfylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfirgangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Íslands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. : Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikinn fer Össur Skarphéðinsson í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verður ekki deilt hér á þessum vettvangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlögum krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Steingrímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburðarásina sólarhringana eftir kosningar því sérhver mun væntanlega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Á eftirminnilegum blaðamannafundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Framsókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylkingu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylkingar í sjónvarp og tjáði þjóðinni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammæltust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tækifærið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Össurar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R-listans, sem hann telur hafi stafað af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykjavíkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leikfléttu Össurar Skarphéðinssonar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátlegasta sinnar gerðar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlistans vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræðum um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttugasta og fimmta fundi komu fulltrúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna aðkomu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Samfylkingin vildi semja um kjörfylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfirgangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Íslands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. : Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun