Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 93-51 | Breiðablik fékk skell með nýjan þjálfara

    Fjölnir valtaði yfir Breiðablik í fyrsta leik Jeremy Smith sem tók við Breiðabliki eftir að Yngva Gunnlaugssyni var sagt upp störfum. Fjölnir fór hægt af stað og var þremur stigum undir eftir fyrsta fjórðung en tók síðan yfir leikinn í öðrum leikhluta og keyrði yfir Breiðablik það sem eftir var leiks. Fjölnir vann á endanum 42 stiga sigur 93-51. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“

    Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yngvi mun ekki klára tíma­bilið í Kópavogi

    Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er Keflavík óstöðvandi?

    Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni

    Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er

    „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Hún er ekki komin inn í þetta enn­þá og er heillum horfin“

    „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grinda­vík - Njarð­vík 79-83 | Ís­lands­meistararnir aftur á sigurbraut

    Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð

    Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir.Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

    Körfubolti