„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 21:56 Hjalti Þór, þjálfari Vals, á ærið verkefni fyrir höndum að stilla saman strengi hjá sínu liði Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira