„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 21:56 Hjalti Þór, þjálfari Vals, á ærið verkefni fyrir höndum að stilla saman strengi hjá sínu liði Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti