Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. desember 2023 22:52 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. „Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum