Ingibergur um handtöku Charisse Fairley: Lenti í einhverjum útistöðum síðasta sumar Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2023 07:30 Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og Eva Braslis. Vísir/Hulda Margrét Charisse Fairley, leikmaður Grindavíkur, var handtekin í Bandaríkjunum þann 2. nóvember síðastliðinn. Fairley hefur spilað síðustu fjóra leiki með Grindavík eftir handtökuna. Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira