Vill að Grindavíkurliðin spili sína heimaleiki inn í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 10:31 Grindvíkingar skemmtu sér saman í Smáranum í fyrstu heimaleikjum liðanna en nú væri auðvitað best að komst aftur heim til Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn fyrir tæpum mánuði síðan vegna jarðhræringa undir bænum. Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira