Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-ÍR 90-72 | Sanngjarn og öruggur sigur Grindvíkinga gegn sigurlausum ÍR-ingum. Grindavík vann nokkuð auðveldan sigur á ÍR er botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta mættust í kvöld. Lið gestanna mætti þjálfaralaust þar sem Ari Gunnarsson sagði starfi sínu lausu í vikunni. Körfubolti 26. október 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Haukar unnu magnaðan sigur á Njarðvík í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. október 2022 22:50
„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. október 2022 22:46
Keflavíkurkonur áfram með fullt hús stiga Grindavík tókst ekki að stöðva sigurgöngu Keflavíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 23. október 2022 21:11
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Breiðablik 54-80 | Breiðablik fór illa með ÍR Eftir tvo tapleiki í röð komst Breiðablik aftur á sigurbraut. Breiðablik valtaði yfir botnlið ÍR sem sá ekki til sólar í kvöld. Eftir mikla yfirburði vann Breiðablik á endanum tuttugu og sex stiga sigur 54-80. Körfubolti 23. október 2022 21:10
„Fengum framlag úr mörgum áttum sem hefur vantað“ Breiðablik vann sannfærandi tuttugu og sex stiga sigur á ÍR 54-80. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. Sport 23. október 2022 21:00
Jasmín Erla framlengir við Stjörnuna Jasmín Erla Ingadóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Jasmín Erla rifti samningi sínum við Stjörnuna á dögunum en nú hefur hún samið við félagið á nýjan leik. Fótbolti 22. október 2022 15:47
Bjarni: Varnarleikurinn lagði grunninn að sigrinum Haukar unnu sannfærandi þrettán stiga útisigur á Fjölni 58-71. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur kvöldsins. Körfubolti 19. október 2022 22:31
„Tvö mismunandi lið sem mættu til leiks“ Valskonur sóttu góðan sigur til Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur suður með sjó 72-80. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals tók undir þau orð blaðamanns að það mætti kalla þetta endurkomusigur, en það var einfaldlega allt annað Valslið sem mætti til leiks í seinni hálfleik samanborið við þann fyrri. Körfubolti 19. október 2022 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 58-71 | Haukar fóru illa með Fjölni Haukar fóru illa með Fjölni og unnu þrettán stiga sigur. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi en eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta litu Haukar aldrei um öxl og rúlluðu yfir Fjölni 58-71. Körfubolti 19. október 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 72-80 Valur | Sanngjarn Valssigur í Grindavík í sveiflukenndum leik Valur sótti góð tvö stig til Grindavíkur í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 72-80. Grindavík leiddi systurpart leiksins en Valskonur komu virkilega ákveðnar inn í seinni hálfleikinn og unnu hann 48-33 og þar með leikinn með 8 stigum. Körfubolti 19. október 2022 20:00
Körfuboltakvöld: Áttu vart orð yfir lokasókn Grindavíkur þegar tólf sekúndur voru til leiksloka Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók lokasókn Grindavíkur í eins stigs tapi gegn Val í Subway deild karla alfarið á sig í viðtali eftir leik. Farið var yfir sóknina í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2022 11:16
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 75-78 | Sigurganga Keflavíkur heldur áfram Keflavík vann Val 75-78. Keflavík hefur unnið alla fjóra leikina í Subway deild-kvenna og er á toppnum með átta stig. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en Keflavík sýndi klærnar í fjórða leikhluta sem skilaði sigrinum þrátt fyrir mikla baráttu Vals undir lokin. Körfubolti 12. október 2022 23:17
„Eyddi öllum leikhléunum í að fara yfir hvernig við dripplum gegn pressu“ Valur tapaði á heimavelli fyrir toppliði Keflavíkur. Leikurinn var spennandi undir lokin en Keflavík vann 75-77. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. Sport 12. október 2022 23:00
Íslandsmeistararnir sóttu sigur í Breiðholtinu Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu átta stiga sigur á nýliðum ÍR, 70-78, í Subway-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 12. október 2022 21:20
Umfjöllun: Breiðablik 65-69 Fjölnir | Fjölnissigur í hnífjöfnum leik í Smáranum Deildarmeistarar Fjölnis unnu fjögurra stiga sigur á Breiðablik í Kópavoginum í kvöld, 65-69. Körfubolti 12. október 2022 20:00
Haukar upp að hlið toppliðsins eftir sigur gegn Grindavík Haukar lyftu sér upp að hlið toppliðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta er liðið vann góðan tólf stiga sigur gegn Grindavík í kvöld, 74-62. Körfubolti 11. október 2022 21:45
Valskonur kláruðu nýliðana í lokaleikhlutanum Valskonur unnu í kvöld öruggan 17 stiga sigur gegn nýliðum ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta, 84-67. Körfubolti 6. október 2022 20:05
„Það er í raun mesti hausverkurinn fyrir mig að finna mínúturnar sem stelpurnar eiga skilið“ Hörður Axel þjálfari Keflavíkur var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði þó að það væri margt sem hann tæki út úr leiknum sem liðið gæti bætt. Körfubolti 5. október 2022 23:00
Blikar kláruðu Grindavík á útivelli Breiðablik vann 12 stiga sigur á Grindavík suður með sjó í Subway-deild kvenna, 65-77. Körfubolti 5. október 2022 21:15
Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 5. október 2022 20:37
Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66. Körfubolti 5. október 2022 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. Körfubolti 5. október 2022 20:15
Bjarni: Vorum með plan varnarlega sem gekk upp Haukar fóru illa með Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Hauka 77-62 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ánægður með sigurinn. Sport 28. september 2022 22:35
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Valur 77-62 | Haukar völtuðu yfir Val Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Öflugur varnarleikur Hauka lagði grunninn að sigrinum. Heimakonur litu aldrei um öxl eftir að hafa komist snemma í tíu stiga forystu og Valur ógnaði aldrei forskoti Hauka sem unnu 15 stiga sigur 77-62. Körfubolti 28. september 2022 22:15
Keflavík vann stórsigur | Fjölnir lagði ÍR Keflavík vann Breiðablik með 30 stiga mun í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 58-88 í Smáranum. Fjölnir lagði ÍR í Breiðholti, lokatölur 50-58. Körfubolti 28. september 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-61 | Meistararnir komnir á blað Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur. Körfubolti 28. september 2022 21:00
Grindavík fær fjölhæfan Slóvena Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar. Körfubolti 26. september 2022 15:31
„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík. Körfubolti 21. september 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 95-72 Njarðvík | Keflvíkingar vinna slaginn um Reykjanesbæ Íslandsmeistarar Njarðvíkur hófu titilvörn sína á ósigri gegn erkifjendunum í Keflavík, 95-72. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og er liðið til alls líklegt á komandi tímabili. Körfubolti 21. september 2022 22:05