Umfjöllun : Keflavík - Grindavík 86-68 | Toppliðið illviðráðanlegt Smári Jökull Jónsson skrifar 17. janúar 2024 20:43 Keflavík er efst í Subway-deildinni og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. vísir/hulda margrét Keflavík vann öruggan sigur á liði Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Keflavík stakk af í síðari hálfleiknum. Fyrir leikinn var Keflavík í efsta sæti deildarinnar en Grindavík í 4. sætinu. Búist var við spennandi leik enda Grindavík verið að styrkja lið sitt síðustu vikur. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en Keflavík þó alltaf skrefinu á undan. Daniela Wallen var mögnuð í liði heimakvenna en hún skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum. Grindavík gekk bölvanlega að hitta og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Staðan í hálfleik var 41-31 og Keflavík með frumkvæðið. Í þriðja leikhluta tók Keflavík síðan öll völd. Þær byrjuðu af miklum krafti og bæði Wallen og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru að spila afskaplega vel. Munurinn varð mestur 20 stig og Grindvík náði aldrei almennilegu áhlaupi. Þær gátu reyndar minnkað muninn í tíu stig en klikkuðu á þristi og Keflavík refsaði. Spennan var lítil undir lokin. Bæði lið gáfu leikmönnum mínútur sem hafa minna spilað í vetur og heimakonur sigldu sigrinum þægilega í höfn. Lokatölur 86-68 og Keflavík því enn öruggt í toppsæti deildarinnar en Grindavíkurkonur jafnar Stjörnukonum að stigum í 3. -4. sæti deildarinnar. Af hverju vann Keflavík? Þær spiluðu heilt yfir einfaldlega betur en Grindavík í dag. Daniela Wallen var frábær og með hana í þessu stuði er Keflavíkurliðið erfitt að eiga við. Grindavík hitti illa og þegar langt var liðið á leikinn var þriggja stiga nýtingin 1/16. Grindavík er með tvo nýja leikmenn í sínum röðum, Sarah Mortensen var að spila sinn annan leik og Dagný Lísa Davíðsdóttir sinn fyrsta. Það tekur eflaust tíma fyrir þær að komast inn í hlutina en þessi leikur var heilt yfir ekki góður hjá liði Grindavíkur. Þessar stóðu upp úr: Daniela Wallen var algjörlega frábær. Hún skoraði 25 stig, tók 20 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og var með 3 stolna bolta. Hún misnotaði eitt skot inni í teig í leiknum og lið Grindavíkur réði ekkert við hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var sömuleiðis mjög góð, skoraði 27 stig og setti niður fleiri þriggja stiga skot en allt lið Grindavíkur. Hjá Grindavík var Mortensen stigahæst en líkt og aðrar hitti hún ekki vel. Danielle Rodriguez var góð með 16 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík hitti afar illa fyrir utan. Þær voru 3/25 fyrir utan þriggja stiga línuna og þú vinnur ekki gegn Keflavík í Keflavík með þannig hittni. Keflavík tapaði 6 boltum í fyrri hálfleik en lagaði það þegar á leið. Grindavík var í brasi sóknarlega nær allan tímann. Vörn Keflavíkur var góð og Grindavík var ekki með lausnirnar í dag. Hvað gerist næst? Í næsta deildarleik fer Keflavík í heimsókn til Vals og Grindavík fer norður á Akureyri og mætir Þór. Áður en það gerist spila liðin bikarleiki þar sem spilað verður um sæti í undanúrslitum í Laugardalshöllinni. Bæði lið eiga þar útileiki. Keflavík mætir Haukum og Grindavík mætir Val. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík
Keflavík vann öruggan sigur á liði Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Keflavík stakk af í síðari hálfleiknum. Fyrir leikinn var Keflavík í efsta sæti deildarinnar en Grindavík í 4. sætinu. Búist var við spennandi leik enda Grindavík verið að styrkja lið sitt síðustu vikur. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en Keflavík þó alltaf skrefinu á undan. Daniela Wallen var mögnuð í liði heimakvenna en hún skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum. Grindavík gekk bölvanlega að hitta og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Staðan í hálfleik var 41-31 og Keflavík með frumkvæðið. Í þriðja leikhluta tók Keflavík síðan öll völd. Þær byrjuðu af miklum krafti og bæði Wallen og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru að spila afskaplega vel. Munurinn varð mestur 20 stig og Grindvík náði aldrei almennilegu áhlaupi. Þær gátu reyndar minnkað muninn í tíu stig en klikkuðu á þristi og Keflavík refsaði. Spennan var lítil undir lokin. Bæði lið gáfu leikmönnum mínútur sem hafa minna spilað í vetur og heimakonur sigldu sigrinum þægilega í höfn. Lokatölur 86-68 og Keflavík því enn öruggt í toppsæti deildarinnar en Grindavíkurkonur jafnar Stjörnukonum að stigum í 3. -4. sæti deildarinnar. Af hverju vann Keflavík? Þær spiluðu heilt yfir einfaldlega betur en Grindavík í dag. Daniela Wallen var frábær og með hana í þessu stuði er Keflavíkurliðið erfitt að eiga við. Grindavík hitti illa og þegar langt var liðið á leikinn var þriggja stiga nýtingin 1/16. Grindavík er með tvo nýja leikmenn í sínum röðum, Sarah Mortensen var að spila sinn annan leik og Dagný Lísa Davíðsdóttir sinn fyrsta. Það tekur eflaust tíma fyrir þær að komast inn í hlutina en þessi leikur var heilt yfir ekki góður hjá liði Grindavíkur. Þessar stóðu upp úr: Daniela Wallen var algjörlega frábær. Hún skoraði 25 stig, tók 20 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og var með 3 stolna bolta. Hún misnotaði eitt skot inni í teig í leiknum og lið Grindavíkur réði ekkert við hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var sömuleiðis mjög góð, skoraði 27 stig og setti niður fleiri þriggja stiga skot en allt lið Grindavíkur. Hjá Grindavík var Mortensen stigahæst en líkt og aðrar hitti hún ekki vel. Danielle Rodriguez var góð með 16 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík hitti afar illa fyrir utan. Þær voru 3/25 fyrir utan þriggja stiga línuna og þú vinnur ekki gegn Keflavík í Keflavík með þannig hittni. Keflavík tapaði 6 boltum í fyrri hálfleik en lagaði það þegar á leið. Grindavík var í brasi sóknarlega nær allan tímann. Vörn Keflavíkur var góð og Grindavík var ekki með lausnirnar í dag. Hvað gerist næst? Í næsta deildarleik fer Keflavík í heimsókn til Vals og Grindavík fer norður á Akureyri og mætir Þór. Áður en það gerist spila liðin bikarleiki þar sem spilað verður um sæti í undanúrslitum í Laugardalshöllinni. Bæði lið eiga þar útileiki. Keflavík mætir Haukum og Grindavík mætir Val.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti