„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:09 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð léttur í leikslok þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. „Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54