Snæfellingar leiddu fyrstu mínútur leiksins áður en gestirnir frá Njarðvík tóku forystuna þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar litu aldrei um öcl eftir það og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 34-40, en eftir það tóku Njarðvíkingar öll völd og unnu að lokum 33 stiga sigur, 59-92.
Selena Lott var stigahæst í liði Njarðvíkinga með 26 stig, en hún tók einnig 11 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Mammusu Secka var atkvæðamest í liði Snæfells með 21 stig og sex fráköst.