Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Snýr aftur á Álfta­nes með hunangið

    David Okeke mun halda áfram að spila lykilhlutverk í liði Álftaness í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í dag. Hunangið verður áfram með í för.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bragi semur við nýliðana

    Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Basile á­fram á Króknum

    Dedrick Basile hefur samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stólunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bene­dikt hættur með Tinda­stól

    Benedikt Rúnar Guðmundsson og Tindastóll hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina. Hann stýrði liðinu til úrslita á nýafstaðinni leiktíð en þar máttu Stólarnir þola tap gegn Stjörnunni í hörkurimmu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eru klár­lega með gæði til að spila í efstu deild Þýska­lands

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands.

    Körfubolti