Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ekki lengur hægt að breiða yfir sann­leikann

Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

EES: ekki slag­orð — heldur réttindi

Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp.

Skoðun
Fréttamynd

Vinna að því að koma upp efna­greiningu í neyslurýmum

Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mót­fallin Fljóta­göngum en ekki með nýrri for­gangs­röðun

Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Krist­rúnu verja „lög­brot“ samráðherra síns

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra tekur sjálfur við­töl

Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn.

Menning
Fréttamynd

Skattahækkanir í felum – á­rás á heimilin

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðnings­yfir­lýsing Össurar eins og koss dauðans

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. 

Innlent
Fréttamynd

Þau fái heiðurs­laun lista­manna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna.

Innlent
Fréttamynd

5 vaxtalækkanir á einu ári

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessar fréttir ollu mér og fleirum van­líðan“

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór með brjósklos og blæs á slúður

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís stígur til hliðar

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

Innlent