Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Er ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur sama um réttindi barna?

Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.

Skoðun
Fréttamynd

Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi

Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjóðar­höll tekur á sig mynd

Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni.

Skoðun
Fréttamynd

Mesta aukning útsvarstekna í sex ár

Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu.

Innherji
Fréttamynd

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Kennarinn í MS: „Afi minn var for­ystu­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins“

Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála.

Innlent
Fréttamynd

Fjar­skipta­læknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða

Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta slær mig náttúru­lega ekki vel“

Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert meira álag sett á borgarbréfin en sambærileg bréf

Ávöxtunarkrafan sem var gerð til skuldabréfa Reykjavíkurborgar í síðasta útboði er nokkuð hærri en krafan á samanburðarhæf bréf. Að sögn viðmælenda Innherja kann versnandi grunnrekstur borgarinnar og efasemdir um að útgáfuáætlun fyrir þetta ár haldi að skýra hækkun ávöxtunarkröfunnar umfram það sem gengur og gerist.

Innherji
Fréttamynd

Svif­ryki slegið í augu Reyk­víkinga

Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur.

Skoðun
Fréttamynd

Skipaður for­stjóri Sjúkra­trygginga án aug­lýsingar

Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

Innlent
Fréttamynd

Nám í tölvu­leikja­gerð og net­öryggi í kortunum

Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla.

Innlent
Fréttamynd

Hug­vitið í sókn á Norður­landi

Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna

Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Norður­lönd – afl til friðar

Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir lausn á biðlistavanda

Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­taka flótta­manna sé ekki skamm­tíma­verk­efni

Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á inn­leiðingu gæti haft „mikil á­hrif“ á seljan­leika skulda­bréfa bankanna

Alþingi náði ekki að afgreiða fyrir jól frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem er sagt geta lækkað fjármögnunarkostnað íslenskra banka á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa sjaldan verið verri, en fjármálaráðherra og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja höfðu lýst því yfir að mikilvægt væri að tryggja framgang málsins fyrir áramót. Bankarnir segja brýnt að afgreiðsla frumvarpsins verði sett í forgang ef þeir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum sem aftur hafi „mikil áhrif“ á seljanleika þeirra.

Innherji