Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 11:27 Ljóst er að stjórnarflokkarnir eru langt í frá sammála um fyrirkomulag áfengissölu. „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira