Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Innlent 11.10.2025 13:01
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. Innlent 11.10.2025 11:02
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Erlent 10.10.2025 14:21
Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Skoðun 9. október 2025 08:02
Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. Viðskipti innlent 8. október 2025 08:46
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. Innlent 7. október 2025 15:03
Lækka verðmat á Kaldvík um nærri þriðjung vegna óvissu og ytri áfalla Erfiðar ytri aðstæður, minni framleiðsla og versnandi sjóðstaða ráða hvað mestu um að verðmatsgengið á Kaldvík hefur verið lækkað um nærri þrjátíu prósent, samkvæmt nýrri greiningu, en er samt enn nokkuð yfir núverandi markaðsgengi. Eldisfyrirtækið er núna verðlagt rétt undir bókfærðu eigin fé. Innherji 3. október 2025 11:16
208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:31
„Það verður andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Viðskipti innlent 1. október 2025 21:02
Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Kaupfélag Skagfirðinga keypti í dag rúmlega 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International í dag fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði í kjölfar viðskiptana og endaði daginn fjórum prósentum hærra en við opnun markaða í morgun. Viðskipti innlent 1. október 2025 17:05
Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs. Innlent 1. október 2025 13:46
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Viðskipti innlent 1. október 2025 11:48
Hrun í makríl og kolmunna Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld. Viðskipti innlent 30. september 2025 14:36
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Viðskipti innlent 29. september 2025 16:31
Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst. Innlent 29. september 2025 14:46
Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28. september 2025 16:36
Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Erlent 27. september 2025 08:01
Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Steinþór Pálsson hefur verið ráðinn forstjóri Thor landeldis. Viðskipti innlent 26. september 2025 12:31
Kæmi ekki á óvart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðisfirði verði lokað Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu. Innherji 25. september 2025 16:16
Brim kaupir allt hlutafé í Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða. Innherjamolar 23. september 2025 21:39
Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Í drögum Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati erfðablöndunar koma fram þrjár gerólíkar sviðsmyndir um hver þróunin verður í sjókvíaeldi á laxi við Ísland á næstu árum. Þar á meðal ein sem markar endalok áætlana um að opið sjókvíaeldi af iðnaðarskala verði leyft við landið. Skoðun 23. september 2025 13:30
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskipti innlent 22. september 2025 15:50
Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20. september 2025 21:41
Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. Innlent 19. september 2025 10:33