Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B

Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 

Lífið
Fréttamynd

Héldu alvöru partý fyrir góðan mál­stað

Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke.

Lífið
Fréttamynd

DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík

Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Rauð­glóandi hraun flæddi inn í fullan sal af fólki

Um tvö hundruð manns mættu í opnunarteiti Lava Show nú á dögunum. Um er að ræða glænýja sýningu sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Í sýningunni er hraun brætt við 1100 gráður og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki.

Lífið
Fréttamynd

Á ferð með mömmu heimsfrumsýnd í Tallinn

Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var heimsfrumsýnd kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival (PÖFF) í Eistlandi. Myndin tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar í ár.

Lífið
Fréttamynd

Hera og Sam sæt saman í Eistlandi

Hera Hilmarsdóttir leikkona mætti með kærastann sinn á frumsýningu Svar við bréfi Helgu á PÖFF kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Tallin í Eistlandi.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist

Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Tónlist
Fréttamynd

„Ástin er blind“

Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi

Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Lífið