Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

    Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svavar fékk 25 þúsund króna sekt

    Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu

    Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram

    ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband

    Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu

    "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sólveig Lára valin best

    Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur þurfa stig fyrir norðan

    Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum

    Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra.

    Handbolti